Fréttasafn

Listasafnið aftur opnað á laugardaginn: Þrjár nýjar sýningar

Listasafnið aftur opnað á laugardaginn: Þrjár nýjar sýningar

Listasafnið verður aftur opnað næstkomandi laugardag, 5. desember, kl. 12 með þremur nýjum sýningum: Arna Valsdóttir – Staðreynd 6 – Samlag, Kristín K.Þ. Thoroddsen – KTh – Málverk og ljósmyndir, Úrval – annar hluti. Enginn aðgangseyrir verður innheimtur í desember og í gildi er tíu manna fjöldatakmörkun og tveggja metra regla.
Lesa meira
Listasafnið lokað til og með 1. desember

Listasafnið lokað til og með 1. desember

Í kjölfarið á hertum samkomutakmörkunum verður Listasafnið á Akureyri lokað til og með 1. desember. Listasmiðjunni, Fuglinn sem gat ekki flogið, sem halda átti á morgun, laugardaginn 31. október, og Þriðjudagsfyrirlestri Aðalsteins Þórssonar, sem fram átti að fara þriðjudaginn 3. nóvember, verður því frestað um óákveðinn tíma. Nýjar dagsetningar verða auglýstar síðar.
Lesa meira
Lilý Erla Adamsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Lilý Erla Adamsdóttir

Þriðjudaginn 27. október kl. 17-17.40 heldur Lilý Erla Adamsdóttir, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Dansandi útsaumur, loðin málverk og munsturveggir. Að þessu sinni verður fyrirlestrinum eingöngu streymt á Facebooksíðu Listasafnsins á Akureyri.
Lesa meira
Listasmiðja: Fuglinn sem gat ekki flogið

Listasmiðja: Fuglinn sem gat ekki flogið

Laugardaginn 31. október kl. 11-12.30 verður boðið upp á listasmiðju í Listasafninu á Akureyri í samstarfi við Listasafn ASÍ. Umsjón hefur Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, myndlistarmaður. Enginn aðgangseyrir er að smiðjunni sem er hluti af Barnamenningarhátíð 2020 og styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri sem Þóra Sigurðardóttir, sýningarstjóri, átti að halda á morgun, þriðjudaginn 20. október, hefur verið frestað. Fyrirlesturinn mun þess í stað fara fram í febrúar 2021.
Lesa meira
Málverkið / Le Tableau / The Painting.

Málverkið / Le Tableau / The Painting

Sunnudaginn 25. október kl. 15 verður franska teiknimyndin "Málverkið / Le Tableau / The Painting" sýnd í Listasafninu á Akureyri. Ókeypis aðgangur er að myndinni sem er sýnd í samvinnu við franska sendiráðið á Íslandi og er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri.
Lesa meira
Vala Fannell.

Þriðjudagsfyrirlestur: Vala Fannell

Þriðjudaginn 13. október kl. 17-17.40 heldur Vala Fannell, leikstjóri og verkefnastjóri nýrrar sviðslistabrautar Menntaskólans á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Sviðslistabraut MA: Kraftmikil nýjung.
Lesa meira
Opnun á sýningu Kristínar K.Þ. Thoroddsen frestað

Opnun á sýningu Kristínar K.Þ. Thoroddsen frestað

Í kjölfarið á hertum samkomutakmörkunum verður opnun á yfirlitssýningu á verkum Kristínar K.Þ. Thoroddsen, KTh – Málverk og ljósmyndir, sem fyrirhuguð var 17. október, frestað fram til 5. desember næstkomandi. Sýning Snorra Ásmundssonar, Franskar á milli, hefur jafnframt verið framlengd til og með 29. nóvember.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn

Fjölskylduleiðsögn

Sunnudaginn 11. október kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá yfirlitssýningu á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið í skemmtilegan leik um sýninguna.
Lesa meira
Sunna Svavarsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri sem Sunna Svavarsdóttir, myndlistarmaður, átti að halda á morgun, þriðjudaginn 6. október, hefur verið frestað. Fyrirlesturinn mun þess í stað fara fram kl. 17 þriðjudaginn 10. nóvember.
Lesa meira