Flýtilyklar
Fréttasafn
Akademíur: Málþing um Þorvald Þorsteinsson
08.02.2021
Laugardaginn 13. febrúar kl. 14-16 efnir Listasafnið á Akureyri til málþings í tilefni yfirlitssýningar á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna.
Lesa meira
Takmarkanir - samsýning norðlenskra myndlistarmanna
05.02.2021
Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn 29. maí - 26. september 2021. Að þessu sinni skulu myndlistarmennirnir vinna með ákveðið þema, Takmarkanir, í verkum sínum. Dómnefnd velur úr umsóknum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Opnað var fyrir umsóknir 20. janúar og er umsóknarfrestur til og með 28. febrúar.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Þóra Sigurðardóttir
05.02.2021
Þriðjudaginn 9. febrúar kl. 17-17.40 heldur Þóra Sigurðardóttir, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri. Í fyrirlestrinum mun Þóra fjalla um yfirlitssýningu á verkum Kristínar Katrínar Þórðardóttur Thoroddsen (1885-1959), KTh – málverk og ljósmyndir, sem var opnuð í sal 09 í Listasafninu í desember síðastliðnum og stendur til 23. maí næstkomandi.
Lesa meira
Viðbót við sýningu
04.02.2021
Laugardaginn 6. febrúar kl. 12-17 verða, til viðbótar við verkið Staðreynd 6 – Samlag, sýnd tvö önnur vídeóverk eftir Örnu Valdóttur í sal 10, Ketilhúsi. Verkin eiga það sameiginlegt að vera öll tekin upp í byggingu Listasafnsins áður en núverandi breytingar voru gerðar og byggja öll á söng-gjörningi í rými.
Lesa meira
Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins
31.01.2021
Sunna Svavarsdóttir, myndlistarmaður, heldur fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins, þriðjudaginn 2. febrúar kl. 17-17.40, og verður honum streymt á heimasíðu Listasafnsins og á Facebook. Í fyrirlestrinum, sem ber yfirskriftina Gleymdu skynfærin, mun Sunna fjalla um einstaklingsbundnar upplifanir.
Lesa meira
Málþingið einnig á Zoom
14.01.2021
Laugardaginn 13. febrúar kl. 14-16 efnir Listasafnið á Akureyri til málþings í tilefni yfirlitssýningar á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna.
Lesa meira
Allt til enda - Listvinnustofur barna
13.01.2021
Listvinnustofur fyrir börn á grunnskólaaldri verða haldnar í Listasafninu í janúar, febrúar og mars næstkomandi. Boðið verður upp á þrjár ólíkar listvinnustofur endurgjaldslaust undir leiðsögn kraftmikilla og spennandi listamanna og hönnuða. Lögð er áhersla á að börnin taki virkan þátt í öllu ferlinu, frá því að leita sér innblásturs, skapa verkið í samstarfi við leiðbeinanda og sýna svo afraksturinn á sérstakri sýningu sem sett verður upp í lok listvinnustofunnar og er öllum opin.
Lesa meira
Lengi skal manninn reyna framlengd
12.01.2021
Vegna lokunar á síðasta ári sökum Covid-19 faraldursins og breyttra aðstæðna í kjölfarið verður yfirlitssýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna, framlengd til og með 11. apríl næstkomandi. Í tengslum við sýninguna verður haldið málþing um ævi og störf Þorvaldar í Listasafninu 6. febrúar undir yfirskriftinni Akademíur. Leiðsögn um sýninguna verður m.a. 11. febrúar og 4. mars og er aðgangur innifalinn í miðaverði.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudaginn
11.01.2021
Fimmtudaginn 14. janúar kl. 12-12.30 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu um sýningu Lilýjar Erlu Adamsdóttur, Skrúðgarður. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er innifalinn í miðaverði.
Lesa meira
Gleðileg jól
23.12.2020
Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Opnunartími yfir hátíðirnar:
23.12, Þorláksmessa: Kl. 12-17.
24.12 / 25.12: Lokað.
26.-30: Kl. 12-17.
31.12 /01.01: Lokað.
Lesa meira
Leit

