JÓHANNES S. KJARVAL

 
JÓHANNES S. KJARVAL
UNDIR BERUM HIMNI
27.11.2025 – 17.05.2026
Salur 08

Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885-1972), einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar, fæddist í VesturSkaftafellssýslu, en ólst upp á Borgarfirði eystra frá fjögurra ára aldri. Kjarval ferðaðist heima og erlendis í upphafi síðustu aldar og vann ýmis störf samhliða listsköpun sinni. Hann stundaði fyrst nám hjá Ásgrími Sveinssyni í Reykjavík, en hóf svo skólagöngu í Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn sem lauk 1917.

Kjarval undi sér vel einn í náttúrunni, hafðist jafnan við í tjaldi og vann verk undir berum himni. Í hvammi einum í landi Ketilsstaða í Hjaltastaðaþinghá stendur sumarhús listamannsins, en þar málaði hann m.a. eftirminnileg landslagsverk. Teikningar hans af borgfirsku alþýðufólki teljast einnig á meðal hans þekktustu verka.

Verkin á sýningunni hafa mörg hver ekki verið sýnd almenningi áður og eru flest í eigu Minjasafns Austurlands, sem einnig hefur umsjón með sumarhúsi listamannsins.

Sýningarstjóri: Sigríður Örvarsdóttir. Ráðgjafar: Edda Halldórsdóttir, listfræðingur, og Kristín Gísladóttir, forvörður.

Sýningin er unnin í samstarfi við Minjasafn Austurlands.