SAMSÝNING
VIÐBRAGÐ
27.11.2025 – 08.02.2026
Salir 10 11
Sýningin Viðbragð sækir innblástur í greinasafnið Creative Responses to Environmental Crises in Nordic Art and Literature (2025). Þar er ljósi varpað á flókið og mikilvægt hlutverk myndlistar, bókmennta og annarra skapandi greina þegar tekist er á við breytta heimsmynd vegna loftslagsbreytinga og annarra umhverfisógna. Sýnd verða verk eftir listafólk sem fjallað er um í greinasafninu og aðra sem tengja við meginþemu þess: samtengingar, flókin kerfi, gildi fjölbreytileika og afbyggingu stigvelda.
Sýningin endurspeglar samspil hins svæðisbundna og hnattræna í umhverfislist og aktívisma. Hún verður fyrst sett upp í Kaupmannahöfn, þar sem danskir listamenn slást í hópinn. Þegar sýningin kemur í Listasafnið á Akureyri, verður meiri áhersla lögð á íslenskt samhengi.
Viðbragð er samstarfsverkefni Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit, Specta gallerís og Listasafnsins á Akureyri.
Þátttakendur: Angela Snæfellsjökuls Rawlings, Aurora Robson, Bolatta Silis-Hoeg, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristinn Már Pálmason, Laura Ortman, Peter Holst Henckel, Sigga Björg Sigurðardóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Þórdís Aðalsteinsdóttir.
Sýningarstjórar: Auður Aðalsteinsdóttir og Þórdís Aðalsteinsdóttir.