Melanie Ubaldo
Afar ósmekklegt
26.08.2023 – 10.03.2024
Salur 12
Hvernig er hægt að minnast hræðilegra gjörða án þess að úr verði sjónarspil? Fyrir lokaverkefnið mitt í MA-náminu spreyjaði ég á glugga í gallerýi í Breiðholti orðin „Farðu til fjandans helvítis útlendingaskíturinn þinn“ og allt ætlaði um koll að keyra.
Þessi einkasýning er innblásin af því bakskoti sem ég varð fyrir við þetta tiltekna textaverk. Athugasemdir frá ókunnugu fólki á netinu hafa síðan orðið að jarðsprengjusvæði haturs, heimsku og kynþáttafordóma, sem nýtist sem efniviður í sýninguna. Ofbeldið sem beint var að mér hefur breyst í opinbera rökræðu um hvernig við sættumst við kynþáttafordóma á Íslandi. Markmið sýningarinnar er að endurheimta það gangverk tungumálsins sem orðræða kynþáttafordóma nýtir sér með því að ráðskast vísvitandi með sýnileika málsins og sigla á milli mismunar þess að sjá, lesa og að lokum – skilja.“
Melanie Ubaldo (f. 1992) lauk MA-námi frá Listaháskóla Íslands 2022. Hún er einn af stofnendum listamannaþríeykisins Lucky 3 og hefur tekið þátt í sýningum á Íslandi og erlendis. Verk hennar má m.a. finna í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Gerðarsafns og Hafnarborgar.