Á sýningunni vinnur Véronique með ljósmyndir, myndvarpa og hljóð og notfærir sér sjónræna veikleika tækninnar. Undirstaða og leiðarstef sýningarinnar er túlkunin á hugtakinu ?mirage? (tíbrá) sem gefur til kynna skynvillu eða blekkingu. Véronique tengir hugtakið við bókina Mount Analouge (Flaumræna fjallið) eftir franska rithöfundinn René Daumal. Bókin er furðulegur bræðingur myndlíkinga þar sem segir á einum stað: ?Fjallstoppurinn er óaðgengilegur en fjallsræturnar eru aðgengilegar mönnum frá náttúrunnar hendi. Fjallið verður að vera einstakt og landfræðilega til staðar. Dyrnar að hinu ósýnilega verða að vera sýnilegar.?
Sýningin stendur til 2. nóvember og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu / Ketilhúsinu er í boði alla fimmtudaga kl. 12. Aðgangur er ókeypis.