Erling T. V. Klingenberg
punktur, punktur, punktur
04.12.2021-06.02.2022
Salur 10
Erling T. V. Klingenberg birtist oft sjálfur í listsögulegum tilvísunum í eigin verkum. Tilvísunum sem notaðar eru til að ná fram hlutlægri framsetningu og huglægum ímyndum. Vinnuaðferðir hans sveiflast á milli þess óþægilega og þess einlæga. Ágengar tilfinningar eru einnig algengt viðfangsefni verka hans.
Erling setur hugmyndina um listamanninn í óvænt og oft skoplegt samhengi, eins og endurspeglast í slagorðinu: „Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu“ (“It´s hard to be an Artist in a Rock star’s body”). Þráhyggjukenndar tilraunir Erlings til að skilgreina hlutverk listamannsins í samfélagi „rokkstjörnunnar“ knýja hann til rannsókna á hvernig listamaðurinn gerir, en ekki hvað hann gerir. Það er því ferlið sem vekur áhuga hans, en ekki útkoman.
Erling T. V. Klingenberg stundaði nám í myndlist á Íslandi, í Þýskalandi og Kanada. Hann hefur sýnt víða hérlendis og erlendis og er einn af stofnendum Kling & Bang í Reykjavík.