Svelgir



Rósa Sigrún Jónsdóttir
Svelgir
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, 17. janúar - 1. mars 2015

Rósa Sigrún Jónsdóttir útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og Listaháskóla Íslands 2001. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og erlendis og tekið þátt fjölmörgum samsýningum. Rósa var formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í fjögur ár auk þess að vera fulltrúi SÍM í Listskreytingasjóði og sitja sem varmaður í stjórn félagsins.

„Það er eitthvað við handavinnu sem nær tökum á mér, hendurnar verða háðar henni og höfuðið finnur ekki frið nema eitthvað sé í gangi milli handanna. Því er það, að frá útskrift úr Listaháskóla Íslands árið 2001 hef ég öðru hvoru sett upp nokkuð stórar textílinnsetningar, byggðar upp af hekli og prjóni sem strekkist út í rýminu. Mér finnst áhugavert að skoða þennan efnivið sem á sér svo djúpar rætur í menningarheimi kvenna, láta reyna á þanþolið í þræðinum“. 

Að þessu sinni fékk Rósa til liðs við sig hóp kvenna sem hefur heklað og prjónað samkvæmt nokkrum fyrirfram gefnum reglum um form og liti frá því í ágúst 2014. Afraksturinn þenur sig milli hæða í Ketilhúsinu.

Þeir aðilar sem aðstoðuðu Rósu Sigrúnu við sýninguna eru: Anna Ágústa Hauksdóttir, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, Ólafía Lárusdóttir, Hjördís Hannesdóttir, Hildur Sandholt, Þuríður Erla Sigurgeirsdóttir, Guðrún Björg Erlingsdóttir, Heiðrún Kristjánsdóttir, Sophie Schoonjans, Magnea Ásmundsdóttir, Ólafía Margrét Magnúsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Áslaug Anna Jónsdóttir, Fríða Blöndal, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, Svanhvít Aðalsteinsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir,  Elisabet Lagerholm, Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir, Sigrún Helgadóttir, Lovísa Guðbrandsdóttir, Þóra Björg Þórisdóttir, Herdís Sveinsdóttir.