Sýningarverkefni
STRANDED – W(H)/ALE A REMAKE PORTFOLIO – MORE THAN THIS, EVEN
06.06.2024 – 29.09.2024
Salir 10 11
Sýningin samanstendur af verkum unnum í mismunandi miðla sem öll fjalla um eða tengjast hvölum á einn eða annan hátt. Hönnun sýningarinnar og vinnsla verkanna er í anda Flúxushreyfingarinnar og hefur hún verið sett upp víða, s.s. í Búdapest í Ungverjalandi og í Recife í Brasilíu.
Á sýningunni má m.a. sjá – utan endurgerðar á verki Marcel Duchamp BOITE-EN-VALISE (1968) – endurprentun af risastóru málverki Franz Wulfhagen frá 1669 sem sýnir hvalreka. Verkið var fyrst sýnt í ráðhúsi Bremen í Þýskalandi, en Wulfhagen var einn af nemendum Rembrandt. Einnig verða sýnd verk eftir þekkta Flúxus listamenn, s.s. AY-O, Nam June Paik og Emmett Williams; listamenn er seinna tengdust Flúxus, s.s. Boris Nieslony, Ann Noël, Jürgen O. Olbrich, Pavel Schmidt og Natalie Thomkins, sem og Avantgarde listamennina Richard Hamilton, Allan Kaprow og Daniel Spoerri.
Þátttaka, samvinna og samskipti eru miðlæg í sýningarhönnuninni og er hún hugsuð sem einhvers konar samkomuvettvangur fyrir DANCE WITH LIFE.
Sýningarhönnun: Wolfgang Hainke.
Sýningarstjóri: Freyja Reynisdóttir.
George Brecht
Robert Filliou
L.S. to S.F.
Ecke Bonk
Marcel Duchamp
Mathieu Mercier
Rosemarie Trockel
Lawrence Weiner
William Copley
Lloyd Quirin
Joseph Beuys
Meret Oppenheim
George Maciunas
Marcel Broodthaers
Alison Knowles
Bengt af Klintberg
Yoko Ono
Veröld Freyju og Wolfgang
Max Konek
Imi Knoebel
Wolfgang Michael
Jenny Holzer
Lester Bangs
Korpys / Löffler / Schmal
Man Ray
Jackson Mac Low
F.R. to S.F.
LA / JG / WSB
Moby Dick
Ben Vautier
Karl Gerstner
Bryan Ferry
Biarritzzz
Julia Eichler
Carlotta von Haebler
Paula Matheis
Ragnhildur Lára Weisshappel
Amanda Newall
Karólína Rós Ólafsdóttir
VON WEIT HER (GEHOLT)
Brák Jónsdóttir
Jónína Mjöll Þormóðsdóttir
Annie Grandroad
Maria Martins
Paula Modersohn-Becker
Tilda Swinton
Akolia Thaught
AY-O
SELMAR FELDMAN
WOLFGANG HAINKE
RICHARD HAMILTON
ALLAN KAPROW
BORIS NIESLONY
ANN NOËL
JÜRGEN O. OLBRICH
NAM JUNE PAIK
PAVEL SCHMIDT
DANIEL SPOERRI
ANDRÉ THOMKINS
NATALIE THOMKINS
EMMETT WILLIAMS
gestur/guest: JOHN CAGE