EMILIE PALLE HOLM
BROTINN VEFUR
22.03.2025 – 17.08.2025
Salur 09
Oriori endurhugsar hið ævaforna Origami handverk í samhengi við nútíma textílhönnun, í gegnum mynsturvefnað. Mótin eru felld beint inn í samfléttun uppistöðu og ívafs og verða form og efni þannig til samtímis – rétthyrndur tvívíður vefnaður verður að þrívíðum origami-hlut.
Með því að nota liti, mynstur og áferð sem ráðandi afl í samhengi við þrívíðu formin, ögrar listakonan hefðbundnum hugmyndum um textíl sem einkennist af sjónrænu, stöðnuðu efni. Ofin formin bjóða upp á gáskafulla og örvandi upplifun í stafrænum heimi, þar sem verkkunnáttan er greinileg.
Emilie Palle Holm (f. 1994) er með MA gráðu í textíl frá Háskólanum í Borås. Hún hefur unnið til fjölda viðurkenninga og verðlauna, þar á meðal hinna eftirsóttu Arts Threads í flokknum prjón/vefur 2023, sem skipulögð voru í samvinnu við tískumerkið Gucci. Einnig verðlaun menningarmálaráðuneytis á Evrópsku verðlaunahátíðinni í Belgíu 2024, fyrir nytjalist.