Rakel Sölvadóttir sýnir í Deiglunni undir yfirskriftinni #1. Á sýningunni skoðar Rakel listrænt og samfélagslegt hlutverk fatahönnunar og snertir á ýmsum flötum tísku og fatnaðar. Kíkt verður undir yfirborðið og skoðað hverskonar valdi fötin búa yfir.
Rakel Sölvadóttir útskrifaðist með BA gráðu frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Auk þess að starfa sem fatahönnuður hefur hún hannað sviðsmyndir fyrir tískusýningar og unnið að ýmiskonar innsetningum og samvinnulistaverkefnum. Rakel vinnur á skúlptúrískan hátt og með líkamann sem útgangspunkt notar hún form til að ýkja, brjóta upp eða afbyggja silhúettuna.
Sýningin stendur til 9. nóvember og er opin þriðjudaga ? sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.