Flýtilyklar
Listasmiðja: Fuglinn sem gat ekki flogið
Laugardaginn 31. október kl. 11-12.30 verður boðið upp á listasmiðju í Listasafninu á Akureyri í samstarfi við Listasafn ASÍ. Umsjón hefur Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, myndlistarmaður. Enginn aðgangseyrir er að smiðjunni sem er hluti af Barnamenningarhátíð 2020 og styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
Listasafn ASÍ stendur fyrir myndlistarsýningum og barnanámskeiðum í tengslum við útkomu bókar Gísla Pálssonar um örlög geirfuglsins, Fuglinn sem gat ekki flogið. Sýningarnar og námskeiðin eru haldnar í samstarfi við fjölmarga aðila víðsvegar um landið. Verk barnanna sem taka þátt á hverjum stað fyrir sig verða hluti sýninganna sem settar verða upp á eftirtöldum stöðum:
Ásmundarsalur við Freyjugötu í Reykjavík, 31. október-2. nóvember
Listasafn Reykjanesbæjar í Keflavík, 7.-8. nóvember
Mjólkurbúðin, salur Myndlistarfélagsins á Akureyri, 10.-17. nóvember
Eldheimar í Vestmannaeyjum, 21.-22. nóvember
Leit

