Fjölskylduleiðsögn

Listasafnið býður upp á fjölskylduleiðsögn einn sunnudag í mánuði. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningum Listasafnsins. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.

Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnfræðslu Listasafnsins.

25. ágúst: Er þetta norður?
22. september: STRANDED – W(H)/ALE A REMAKE PORTFOLIO – MORE THAN THIS, EVEN
27. október: Milliloft / 603 Akureyri / Útlit loptsins - Veðurdagbók
24. nóvember: Jónas Viðar í safneign / Mjúkt