Listasafnið býður upp á fjölskylduleiðsögn einn sunnudag í mánuði. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningum Listasafnsins. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.
Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnfræðslu Listasafnsins.
19. janúar: Átthagamálverkið / Sólveig Baldursdóttir – Augnablik - til baka.
16. febrúar: Hulda Vilhjálmsdóttir – Huldukona / Kristján Guðmundsson – Átta ætingar / Þórður Hans Baldursson og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir – Dömur mínar og herrar.
16. mars: Sköpun bernskunnar.
27. apríl: Emilie Palle Holm – Brotinn vefur / Helga Páley Friðþjófsdóttir – Í fullri fjöru.
25. maí: Heimir Freyr Hlöðversson – Samlífi / Þóra Sigurðardóttir – Tími-rými-efni.