BARBARA LONG
HIMNASTIGI STAIRWAY TO HEAVEN
27.09.2025 – 18.01.2026
Salur 01
„Í mínu upphafi er minn endir, í endi mínum er mitt upphaf.“ – T.S. Eliot, East Coker.
Barbara Long er fædd í Newark-on-Trent í Englandi 1960, en er nú búsett í Madríd. Í útbreiddri, gagnvirkri og yfirgnæfandi innsetningu sinni, Himnastiga, kannar hún hringrás lífsins, skin og skúri í eigin lífi, ásamt fortíð, nútíð og framtíð. Með 65 þrepum, rúmlega 20 metrar að lengd, táknar innsetningin líf hennar til dagsins í dag og möguleikann á framtíð til 100 ára aldurs. Innsetningin er eingöngu gerð úr endurnýttum textíl og efni úr lífi listakonunnar og er hvert þrep bólstrað með rauðlituðu taui, með vísun í ár í hennar lífi.
Í sveigjanleika sínum og lífrænum strúktúr, minnir innsetningin á klifurplöntur í skógi sem skapa verndandi athvarf og varpa skuggum á nálæga veggi. Almenningi er boðið að kafa inn í verkið og snerta – með varúð.