Flýtilyklar
Fréttasafn
Tvær smiðjur um helgina
27.04.2021
Tvær smiðjur verða haldnar um komandi helgi í Listasafninu í samstarfi við Barnamenningarhátíð á Akureyri. Enginn aðgangseyrir er inn á smiðjurnar. Norðurorka styrkir barna- og fræðslustarf Listasafnsins á Akureyri.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn: Ferðagarpurinn Erró
26.04.2021
Laugardaginn 1. maí kl. 12-17 verður opnuð sýning á verkum Errós, Ferðagarpurinn Erró, í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni má sjá verk sem tengjast ferðalögum. Hvert sem hann fer sankar Erró að sér hundruðum mynda og nýtir í samklippuverk sem smám saman verða að málverki. Hugmyndin um ferðalög og tilfærslur birtist í mörgum verkum, þar sem hann notar mótíf eins og flugvélar, lestir, eldflaugar, fugla, hesta eða jafnvel ofurhetjur, á sértækan hátt í seríum sem varða „heimsferð Maós“, „geimferðir“ og „konur frá Norður-Afríku“.
Lesa meira
Gleðilegt sumar!
22.04.2021
Í tilefni sumardagsins fyrsta er frítt inn á Listasafnið í dag. Boðið er upp á opna listsmiðju kl. 12-16 fyrir alla fjölskylduna undir yfirskriftinni Ýmislegt alls konar. Alls konar efniviður verður á staðnum og allir velkomnir. Tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur að skapa sitt eigið listaverk og njóta samverunnar.
Lesa meira
Þrjár smiðjur framundan
21.04.2021
Þrjár smiðjur verða haldnar á næstu dögum í Listasafninu í samstarfi við Barnamenningarhátíð á Akureyri. Enginn aðgangseyrir er inn á smiðjurnar. Norðurorka styrkir barna- og fræðslustarf Listasafnsins á Akureyri.
Lesa meira
Fimm styrkir frá Safnaráði
21.04.2021
Á dögunum hlaut Listasafnið fimm styrki frá Safnaráði fyrir árið 2021, samtals að upphæð 6 milljónir króna.
Lesa meira
Ýmislegt alls konar - opin listsmiðja
20.04.2021
Í tilefni sumardagsins fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl kl. 12-16, verður boðið upp á opna listsmiðju fyrir fjölskyldur í Listasafninu. Alls konar efniviður verður á staðnum og allir velkomnir. Tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur að skapa sitt eigið listaverk og njóta samverunnar. Enginn aðgangseyrir er inn í tilefni sumardagsins fyrsta.
Lesa meira
Alþjóðlegur dagur myndlistar
14.04.2021
Alþjóðlegur dagur myndlistar verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl og af því tilefni verður ókeypis inn á Listasafnið. Jafnframt hafa þá verið rýmkaðar samkomutakmarkanir og mega því vera 20 gestir inni á sama tíma.
Lesa meira
Listsmiðja á sunnudaginn: Teiknað með nál og þræði
14.04.2021
Sunnudaginn 18. apríl kl. 15-16 verður haldin listsmiðja fyrir 6-10 ára undir heitinu Teiknað með nál og þræði.
Leiðbeinandi er Guðrún Hadda Bjarnadóttir. Þátttakendur tjá sig frjálst með nál og þræði og skoða hvernig hægt er að færa teikningu yfir á efni til að sauma eftir.
Lesa meira
Viðburðir frestast í kjölfarið á hertum sóttvarnarreglum
07.04.2021
Í kjölfarið á hertum sóttvarnarreglum sem standa til og með 15. apríl verður nokkrum viðburðum á vegum Listasafnsins frestað um óákveðinn tíma. Ný tímasetning verður auglýst við fyrsta tækifæri. Listasafnið er engu að síður opið alla daga kl. 12-17 þar sem hámarksfjöldi gesta miðast við 10 manns.
Lesa meira
Lengi skal manninn reyna lýkur á sunnudaginn
07.04.2021
Yfirlitssýningu á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna, lýkur næstkomandi sunnudag, 11. apríl.
Lesa meira
Leit

