ÓLI G. JÓHANNSSON
LÍFSINS GANGUR
27.09.2025 – 18.01.2026
Salir 02 03 04 05
Verk Óla G. Jóhannssonar (1945–2011) endurspegla djúpa tengingu við náttúruna og margbreytileika lífsins. Hann er þekktur fyrir greinilegan abstrakt expressjónískan stíl, þar sem kraftar náttúrunnar – sólin, vindurinn og hafið – flæða í gegnum verkin.
Leið Óla að listinni tók óvænta stefnu þegar hann lenti í alvarlegu sjóslysi sem sjómaður um miðjan tíunda áratuginn. Þetta óvænta atvik varð vendipunktur og leiddi til þess að hann helgaði líf sitt alfarið málverkinu.
Verk Óla, mótuð af áhrifum COBRA-hreyfingarinnar, umbreyta hverfulum augnablikum og minningum listamannsins í varanleg form, sem draga fram fegurð þeirra og dýpt. Þau voru eins konar móttökutæki fyrir það markverðasta sem á daga hans dreif – náttúru, tilfinningar og strjál augnablik – sem um leið vekja til umhugsunar um jarðlífið.
Á áttugasta afmælisári Óla G. heiðrum við minningu og hæfileika hans til að fanga lífsins hráu fegurð og margbreytileika. Verkin lifa áfram sem dýrmætur arfur er tengir áhorfandann við náttúruna og hið mannlega.