A! Gjörningahátíð 2020

A! Gjörningahátíð
Salir 10 - 11, Ketilhús og víðar
01.10.20-04.10.20

A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í sjötta sinn. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins, Listnámsbrautar Verkmenntaskólans og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.

Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni. Þátttakendur A! Gjörningahátíðar eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum og leikhúsfólki. Á meðal þeirra sem komið hafa fram á A! eru Magnús Pálsson, Florenc Lam, Rúrí, Theatre Replacement, Ka Yee Li, Hekla Björt Helgadóttir, Anna Richardsdóttir og Tales Frey. Hátt í 2000 gestir hafa sótt hátíðina hverju sinni og notið líflegra og spennandi gjörninga. Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram auk viðburða utan dagskrár (off venue).

HÉR má sjá dagskrá A!