Noemi Niederhauser
Ráfandi skrúðganga
Listasafnið á Akureyri, Vestursalur, 27. febrúar - 13. mars
Ráfandi skrúðganga felur í sér að meðtaka tilveruna í afskekktum smábæ á Íslandi: Ólafsfirði. Þar
byggir efnahagurinn aðallega á fiski og margvíslegum breytingaferlum fisksins yfir í afurðir. Tilveran í
þessum litla bæ sveiflast á milli þess að horfa annars vegar hátt á snævi þakta fjallstindana og hins
vegar langt niður í undirdjúpin, sem hýsa að miklu leyti það sem afkoma bæjarins byggir á.
Verkefnið fólst í því að safna, aðgreina og festa hulin sjónarhorn án möguleika á endanlegri, lokaðri
frásögn og þess í stað endurgera og breyta endalaust. Niðurstaðan er sviðsetning á látbragði,
hreyfingum, gjörðum og hrynjandi þar sem merking og áhersla er sífellt fjarlægð. Leikur að
beygingum og mismun, myndir máðar út jafnóðum og þær birtast, efni sveigt og beygt yfir í hljóð
eða laumulegar ímyndir, inn og út um óvænt óróleg form sem endalaust spinna og vefa, fram og
aftur. Þar sem væntingar, um það sem er til sýnis, verða þokukenndar skapar sýningin
óáþreifanlegan vitnisburð um þennan afskekkta bæ sem glittir í, í gegnum skammdegismyrkrið. Þar
sem vindurinn, snjórinn og ísinn sér alltaf um að fela spor, breiða út lykt og þagga hljóð.