Samsýning
í drögum / Prehistoric Loom IV
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, 23. janúar - 28. febrúar
Sýningin í drögum / Prehistoric Loom IV skoðar teikninguna sem tímabil í
ferli listsköpunar, nánast hulið ferli sem markar andartak milli hugsunar
og framkvæmdar. Í þessu óræða rými má greina bergmál persónulegra og
faglegra tengsla sem einkenna samfélög listamanna. í drögum / Prehistoric
Loom IV er ávöxtur þeirra sambanda sem mynduðust hjá meistaranemum
við Glasgow School of Art í Skotlandi árið 2014.
Sýningin var fyrst sett upp í No Toilet Gallery í Seoul í Suður-Kóreu, því næst
í Yada Shimin Gallery í Nagoya í Japan og nú síðast á listahátíðinni Glasgow
Open House Art Festival, vorið 2015. Segja má að sýningin, eða sýningarröðin,
sé lífræn í formi þar sem hún breytist í hverri borg. Nýir listamenn bætast við
og koma þannig með ný innlegg í hið sídýpkandi samtal. Að þessu sinni sýna 26
listamenn víðs vegar að úr heiminum, þar af sjö íslenskir.
Listamenn:
Kelli Sims, Sasha Panyuta, Fanny Wickström, Selma Hreggviðsdóttir, Marysia Gacek, Katrina Vallé, Vigdis Storsveen, Ying Cui, Johnathan Cook, Jack Cheetham, Emily McFarland, Heejoon Lee, Saejin Choi, Alexandra Sarkisian, Lauren Hall, Kirsty Palmer, Guo-Liang Tan, Elísabet Brynhildardóttir, Aniara Oman, Malie Robb, Simon Buckley, Anna Hrund Másdóttir, Klængur Gunnarsson, Maria Toumazou, Ólöf Helga Helgadóttir, Freyja Reynisdóttir, Guðmundur Thoroddsen.
Sýningarstjórar: Elísabet Brynhildardóttir, Selma Hreggviðsdóttir og Katrina Vallé.