Flýtilyklar
Fréttasafn
Gefðu myndlist í jólagjöf
12.12.2024
Í safnbúð Listasafnsins er m.a. finna listræna gjafavöru, listmuni, áhugaverðar listaverkabækur af margvíslegum toga og plaköt sem fegra heimilið. Þar er einnig hægt að kaupa árskort á Listasafnið fyrir aðeins 4.900 kr. Verið velkomin. Sjón er sögu ríkari.
Lesa meira
Leiðsögn um Átthagamálverkið á sunnudaginn
11.12.2024
Laugardaginn 14. desember kl. 14 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar, sem opnuð var á dögunum og er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.
Lesa meira
Leiðsögn um Augnablik – til baka
03.12.2024
Sunnudaginn 8. desember kl. 14 verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Sólveigar Baldursdóttur, Augnablik – til baka og er aðgangur innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Lesa meira
Tólf tóna jólakortérið á laugardaginn
02.12.2024
Laugardaginn 7. desember kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna jólakortérið á dagskrá í Listasafninu. Þá mun orgelleikarinn Sigrún Magna Þórsteinsdóttir frumflytja jólavögguvísu sem hún samdi fyrir píanó og gítar, en einnig verða leikin jólalög í nýjum búningi. Tónleikarnir fara fram í sal 04 og er aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Opnun á fimmtudagskvöldið
23.11.2024
Fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl. 20-22 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri: Sólveig Baldursdóttir – Augnablik-til baka og Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Boðið verður upp á sýningarstjóraspjall með Markúsi Þór Andréssyni, sýningarstjóra Átthagamálverksins, kl. 20.40 og listamannaspjall með Sólveigu kl. 21.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
18.11.2024
Sunnudaginn 24. nóvember kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningunum Ekkert eftir nema mýktin og Jónas Viðar í safneign. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna.
Lesa meira
Listamannaspjall með Einari Fal á laugardaginn
18.11.2024
Boðið verður upp á listamannaspjall í Listasafninu næstkomandi laugardag, 23. nóvember, kl. 15. Þá mun Freyja Reynisdóttir, verkefnastjóri, ræða við Einar Fal Ingólfsson um sýningu hans Útlit loptsins – Veðurdagbók sem opnuð var í sal 04 í september síðastliðnum. Aðgöngumiði að safninu veitir aðgang að spjallinu.
Lesa meira
Útskriftarsýning VMA opnuð á laugardaginn
12.11.2024
Laugardaginn 16. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri, KNÁRL, opnuð í Listasafninu á Akureyri.
Lesa meira
Sýningu lýkur
08.11.2024
Framundan eru síðustu dagar sýningarinnar Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign, en sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag.
Lesa meira
Frá Kaupfélagsgili til Listagils
05.11.2024
Arfur Akureyrarbæjar og Listasafnið á Akureyri bjóða upp á fræðsluerindi um tilurð Listagilsins, sunnudaginn 10. nóvember kl. 14 í sal 04 á efstu hæð Listasafnsins.
Lesa meira