Flýtilyklar
Fréttasafn
Tvær opnanir á laugardaginn
21.03.2025
Laugardaginn 22. mars kl. 15 verða sýningar Emilie Palle Holm, Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru, opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Á opnun verður listamannaspjall með Emilie kl. 15.45 og leiðsögn með Helgu Páleyju kl. 16.15.
Lesa meira
Gestavinnustofan opin á laugardaginn
21.03.2025
Japanska listakonan Sawako Minami hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins undanfarnar vikur og laugardaginn 22. mars kl. 14-17 verður vinnustofan opin gestum og gangandi.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, brú inn í skólakerfið
20.03.2025
Þriðjudaginn 25. mars kl. 17-17.40 halda Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslu- og útgáfustjóri, og Ingibjörg Hannesdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðlunar, hjá Listasafni Íslands síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu undir yfirskriftinni Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, brú inn í skólakerfið.
Lesa meira
Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi
19.03.2025
Listasafn Íslands í samstarfi við Listasafnið á Akureyri býður upp á námskeið fyrir kennara í aðferðum Sjónarafls – þjálfunar í myndlæsi. Námskeiðið verður haldið í Listasafninu á Akureyri, þriðjudaginn 25. mars kl. 14-16 og miðvikudaginn 26. mars kl. 09-11 og kl. 11.30-13.30.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Brynja Baldursdóttir
14.03.2025
Þriðjudaginn 18. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Brynja Baldursdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Ferð um hið innra landslag. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
12.03.2025
Sunnudaginn 16. mars kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Sköpun bernskunnar 2025. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira
Almenn leiðsögn á laugardaginn
12.03.2025
Laugardaginn 15. mars kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýningarnar Sköpun bernskunnar 2025 og Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Lesa meira
Síðasta sýningarhelgi tveggja sýninga
08.03.2025
Nú stendur yfir síðasta sýningarhelgi á tveimur sýningum: Jónas Viðar – Jónas Viðar í safneign og Fríða Karlsdóttir – Ekkert eftir nema mýktin. Sýningarnar voru báðar opnaðar á síðustu Akureyrarvöku og þeim lýkur á morgun, sunnudaginn 9. mars.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Angelika Haak
07.03.2025
Þriðjudaginn 11. mars kl. 17-17.40 heldur þýska myndlistarkonan Angelika Haak Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Video Art – Video-Portraits. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið á laugardaginn
04.03.2025
Laugardaginn 8. mars kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í sal 04 í Listasafninu. Þá munu Pamela de Sensi og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson frumflytja Fimm smálög eftir Steingrím Þórhallsson og leika einnig Face to Face eftir Edoardo Dinelli. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Lesa meira
Leit

