A! Gjörningahátíð
06.10.2022-09.10.2022
Salir 10 11 og víðar
A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í sjöunda sinn. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins, Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.
Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni. Þátttakendur A! Gjörningahátíðar eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum og leikhúsfólki. Á meðal þeirra sem komið hafa fram á A! eru Kristján Guðmundsson, Gjörningaklúbburinn, Elisabeth Raymond, Katrín Gunnarsdóttir, Rán Flygenring, Paola Daniele, Brák Jónsdóttir, Snorri Ásmundsson, Florence Lam og Kviss búmm bang.
Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram auk viðburða utan dagskrár (off venue).
A! Gjörningahátíð hlaut styrk úr Safnasjóði.