Kyrrð

Helga Sigríður Valdemarsdóttir
Kyrrð
Listasafnið, Ketilhús
24. febrúar - 18. mars 2018

Opnun, laugardaginn 24. febrúar kl. 15

Í umbreytingum samtímans og ati hversdagsins leitar manneskjan að huglægum rýmum til að öðlast innri ró. Slík rými eru víða og margvísleg: úti í náttúrunni, taktföst sundtök, gönguferð með hundinn, jógastaða, góð vinasambönd. Þar sem kyrrð finnst, stilla vinnst.

Þörfin fyrir, og leitin að, jafnvægi og kyrrð er ævagömul. Konur hafa til að mynda lengi fundið sér kyrrðarrými með ástundun handverks. Sitjandi prjónandi fá þær hvíld frá amstri, frið fyrir áreiti, þær eru uppteknar og löglega afsakaðar, fá að vera með sjálfum sér, í eigin tómi, í rými sem þær þurfa að taka sér, hafa skapað sér.

Helga Sigríður Valdemarsdóttir (f. 1975) útskrifaðist af Mynd- og handíðabraut VMA 1997 og lauk diplómanámi í myndlist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2003. Á sýningunni Kyrrð notar hún ljósmyndir, málverk og innsetningu til að fjalla um kyrrðarrými konunnar.

Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.