Fréttasafn

Síðasti upplestur á Blíðfinni

Síðasti upplestur á Blíðfinni

Næstkomandi sunnudag, 4. október, kl. 15 mun Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, ljúka lestri á barnabók Þorvaldar Þorsteinssonar, Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó, á Kaffi og list í anddyri Listasafnsins. Áður en lesturinn hefst mun hún rifja upp þá kafla sem lesnir voru síðustu vikur. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Leiðsögn, konfekt og cava

Leiðsögn, konfekt og cava

Laugardaginn 3. október kl. 15-16 tekur Listasafnið þátt í Dekurdögum á Akureyri í samstarfi við Kaffi & list og býður upp á leiðsögn um sýningar Lilýjar Erlu Adamsdóttur, Skrúðgarður, og Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna. Í tilefni Dekurdaga á Akureyri er enginn aðgangseyrir á leiðsögnina og dekurverð á konfekti og cava á Kaffi & list.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Guðmundur Ármann Sigurjónsson

Þriðjudagsfyrirlestur: Guðmundur Ármann Sigurjónsson

Þriðjudaginn 29. september kl. 17-17.40 heldur Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður og formaður Gilfélagsins, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni List yfir landamæri: Að miðla reynslu og þekkingu listamanna.
Lesa meira
Hekla Björt Helgadóttir og Egill Logi Jónasson.

A! framundan

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri dagana 1. - 4. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og nú í sjötta sinn. Ókeypis er inn á alla viðburði.
Lesa meira
Áfram lesið úr Blíðfinni

Áfram lesið úr Blíðfinni

Sunnudaginn 27. september kl. 15 heldur Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, áfram upplestri úr barnabók Þorvaldar Þorsteinssonar, Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó, á Kaffi og list í anddyri Listasafnsins.
Lesa meira
Hverfandi landslag framlengd

Hverfandi landslag framlengd

Samsýning íslenskra og finnskra textíllistamanna, Hverfandi landslag, hefur nú verið framlengd til og með sunnudagsins 27. september. Viðfangsefni sýningarinnar er áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga. Landslag hverfur, landslag breytist og landslag tekur á sig nýja mynd. Náttúran hefur þegar breyst og enginn veit hvað bíður komandi kynslóða í þessum efnum.
Lesa meira
Hólmkell Hreinsson og Hlynur Hallsson.

Gjöf til Listasafnsins

Nýverið þáði Safnráð Listasafnsins á Akureyri að gjöf tvö verk listakonunnar Elínar Pjet. Bjarnason (1924-2009). Annars vegar sjálfsmynd af listakonunni, sem sjá mátti á sýningu á verkum hennar í Listasafninu fyrr á þessu ári, og hins vegar portrettmynd af Havstein amtsmanni á Möðruvöllum á árunum 1850-1870. Gefandi er Pjetur Hafstein Lárusson, systursonur Elínar.
Lesa meira
Marta Nordal, leikhússtjóri LA.

Marta Nordal les úr Blíðfinni

Næstkomandi sunnudag, 13. september, kl. 15 mun Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, lesa fyrstu kaflana úr barnabók Þorvaldar Þorsteinssonar, Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó, á Kaffi og list í anddyri Listasafnsins. Upplesturinn fer einnig fram næstu þrjá sunnudaga og lýkur lestri bókarinnar 4. október næstkomandi. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Vandræðaskáld.

Fjölskylduleiðsögn og síendurtekin vandræði

Næstkomandi sunnudag, 6. september, kl 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Lilýjar Erlu Adamsdóttur, Skrúðgarður. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið í skemmtilegan leik um sýninguna. Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.
Lesa meira
Þorvaldur Þorsteinsson.

Sýningarstjóraspjall á sunnudaginn

Sunnudaginn 30. ágúst kl. 15 verður sýningarstjóraspjall í Listasafninu á Akureyri um yfirlitssýningu á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna. Sýningarstjórarnir Ágústa Kristófersdóttir frá Hafnarborg og Guðrún Pálína Guðmunsdóttir frá Listasafninu á Akureyri segja frá sýningunni og einstaka verkum.
Lesa meira