Habby Osk
(Ó)Stöðugleiki
Listasafnið á Akureyri, 10. - 15. janúar
Hugtökin stöðugleiki og jafnvægi eru megininntak sýningarinnar. Leitin að stöðugleika og jafnvægi er sífelld og síbreytileg. Eftir að stöðugleikanum og jafnvæginu er náð er einnig krefjandi að viðhalda þeim. Ástand þessarra hugtaka er mjög viðkvæmt því á svipstundu geta þau breyst í andhverfu sína; óstöðugleika og ójafnvægi. Oft er það hægara sagt en gert að ná fyrra ástandi. Bæði þessi hugtök gegna mikilvægu hlutverki í víðu samhengi og á mörgum sviðum eru þau ástand sem er eftirsóknarvert að vera í. Fimmtudaginn 15. janúar kl. 15 verður lokunarteiti sýningarinnar.