Samsýning - Ný aðföng: vídeóverk úr safneign

Samsýning
Ný aðföng: vídeóverk úr safneign
Verksmiðjan á Hjalteyri
16. september - 1. október

Sýning byggð á nýjum og nýlegum vídeóverkum í eigu Listasafnsins á Akureyri sem haldin er í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Vídeóverk hafa ekki verið áberandi í safneign Listasafnsins en á síðustu árum hefur orðið þó nokkur breyting þar á. Verkefnið er unnið í samvinnu Listasafnsins og Verksmiðjunnar á Hjalteyri og er liður í því að sýna verk úr safneigninni í nýju ljósi. Verksmiðjan er afar hrátt húsnæði og skapar þar af leiðandi heillandi umgjörð um þessa tegund myndlistar.

Listamenn: Arna Valsdóttir, Ine Lamers, Klængur Gunnarsson, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og fleiri.

Sýningarstjórar: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Hlynur Hallsson.