ÝMIR GRÖNVOLD

ÝMIR GRÖNVOLD
MILLI FJALLS OG FJÖRU
30.08.2025 – 22.02.2026
Salur 09

Ýmir Grönvold (f. 1994) býr og starfar í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA- -gráðu í myndlist 2018 og var í skiptinámi við KABK og Konunglegu listaakademíuna í Den Haag. Ýmir vinnur með málverk, teikningar og fundin efni og hefur í verkum sínum rannsakað fjölbreytt þemu, allt frá Tarot og andlegri leit til landslags og náttúrutúlkunar.

Verk hans eru innblásin af náttúrunni s.s. fjöllum, fossum, hafi, dýralífi og plöntum. Oft eru þessi viðfangsefni túlkuð á frjálslegan og persónulegan hátt. Fyrri sýningar Ýmis hafa beinst að umbreytingu og tengslum, með áherslu á vöxt og hreyfingu innan náttúrulegra hringrása. Sýningin Milli fjalls og fjöru byggir á þessum grunni. Hún rannsakar rýmið á milli hins fasta og breytilega, þar sem náttúrulegir ferlar, litir og áferð mætast og til verða fjölbreyttar myndrænar lýsingar á umbreytingu og tengslum.