List án landamæra
Deiglan 27. apríl ? 12. maí
List án landamæra er listahátíð fjölbreytileikans, árlegur viðburður sem miðar að því að kynna verk fólks með fötlun og koma á samstarfi milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Áhersla hátíðarinnar er á sýnileika ólíkra einstaklinga og frjóa samvinnu. Sýnileiki hefur enda bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum. List án landamæra er hátíð þess mögulega, hátíð margbreytni og tækifæra fyrir alla í því góða samfélagi sem við byggjum. Fjölmargir hæfileikaríkir listamenn taka þátt í hátíðarhöldunum og á undanförnum árum hefur hún þróast í skemmtilegar áttir. Æ fleiri eru nú meðvitaðir um gildi hennar í listalífinu, bæði þátttakendur og gestir.
Sýningin stendur til 12. maí og er opin alla daga nema mánudaga og þriðjudaga kl. 14-17. Aðgangur er ókeypis.