Fréttasafn

Leiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn

Leiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn

Í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum, mánudaginn 18. maí næstkomandi, verður boðið upp á leiðsögn kl. 15 um samsýninguna Sköpun bernskunnar 2020 í Listasafninu á Akureyri. Þetta er síðasti dagur sýningarinnar og eins og aðra daga í maí er enginn aðgangseyrir er innheimtur.
Lesa meira
Frá Listasumri 2020.

Listasumar 2020

Listasumar á Akureyri 2020 verður sett 3. júlí og lýkur 31. júlí. Ævintýrin gerast nefnilega á Listasumri með fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta saman. Einnig er fjöldi listasmiðja í boði fyrir börn og fullorðna sem tilvalið er að prófa.
Lesa meira
Frá opnun sýningarinnar Línur.

Listasafnið opnar að nýju 4. maí

Listasafnið á Akureyri verður opnað aftur 4. maí næstkomandi eftir lokun undanfarnar vikur vegna Covid-19. Fjöldatakmörkun gesta verður miðuð við 50 manns og þeir hvattir til að fylgja tilmælum Almannavarna sem kveða á um tveggja metra fjarlægðartakmarkanir. Í ljósi aðstæðna verða sýningarnar Línur og Sköpun bernskunnar 2020 framlengdar. Sú fyrrnefnda til 10. maí, en hin síðarnefnda til 17. maí. Auk þess verður sýningin Handanbirta/Andansbirta framlengd til 24. maí. Fjórar aðrar sýningar halda einnig áfram í safninu. Opið verður alla daga í sumar kl. 12-17. Enginn aðgangseyrir verður innheimtur í maí.
Lesa meira
Auglýst eftir verkum

Auglýst eftir verkum

Í október 2020 mun Listasafnið á Akureyri opna sýningu á verkum Kristínar K. Þ. Thoroddsen. Listasafnið auglýsir hér með eftir verkum Kristínar sem kynnu að hafa varðveist utan fjölskyldu hennar.
Lesa meira
Frá opnun Sköpun bernskunnar 2020.

Listasafnið á Akureyri hlýtur Öndvegisstyrk Safnaráðs

Listasafnið á Akureyri hlaut á dögunum veglega styrki úr árlegri úthlutun Safnaráðs til viðurkenndra safna. Í fyrsta sinn var veittur Öndvegisstyrkur til allt að þriggja ára og hlaut Listasafnið 6,3 milljóna króna styrk fyrir hina árlegu sýningu Sköpun bernskunnar fyrir árin 2020-2022. Sjötta sýningin undir þessu heiti var opnuð 7. mars síðastliðinn. Hún er m.a. sett upp sem liður í safnfræðslu Listasafnsins með þeim tilgangi að örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára.
Lesa meira
Lokað vegna Covid-19

Lokað vegna Covid-19

Hert samkomubann miðast nú við að öll starfsemi sem krefst nándar innan tveggja metra er bönnuð. Listasafnið á Akureyri verður því lokað tímabundið frá og með 24. mars. Listasafnið verður virkt á Facebook, Instagram og Twitter. Fylgist með okkur þar!
Lesa meira
Leiðsögn og kvikmyndasýning falla niður

Leiðsögn og kvikmyndasýning falla niður

Í ljósi aðstæðna sem skapast hafa í kjölfar Covid 19 falla eftirfarandi þættir í starfsemi Listasafnsins á Akureyri tímabundið niður
Lesa meira
Kaffi og list hefur starfsemi

Kaffi og list hefur starfsemi

Nýtt kaffihús, Kaffi & list, hóf starfsemi sína í Listasafninu á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Eigandi kaffihússins, Auður B. Ólafsdóttir, er ánægð með móttökurnar: „Starfsemin hefur farið vel af stað hjá okkur og við mætum jákvæðum viðskiptavinum. Kaffiáhugafólk er sérlega ánægt með að við skulum bjóða upp á fyrsta flokks kaffibaunir frá Te og kaffi. Pönnukökurnar okkar hafa einnig fengið sérlega góðar viðtökur sem er gaman því þær eru jú einn af okkar þjóðarréttum og svo verðum við með gleðistund á hverjum degi kl. 16-18. Opnunartíminn verður kl. 11.30-18 alla daga en frá og með 1. maí gefum við í og höfum opið kl. 10-20 alla daga. Þá munum við taka til notkunar útisvæðið hér að framan og jafnvel nýta okkur útisvalir Listasafnsins á fjórðu hæð þegar aðstæður leyfa, segir Auður B. Ólafsdóttir.“
Lesa meira
Kenny Nguyen.

Þriðjudagsfyrirlestur: Kenny Nguyen

Þriðjudaginn 10. mars kl. 17-17.40 heldur bandaríski myndlistarmaðurinn Kenny Nguyen síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Silk – A Metaphor for Identity. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, útskýrir Nguyen hugmyndir sínar um menningarlega sjálfsmynd, samþættingu og uppflosnun og einnig hvernig hann notar viðkvæmt og fíngert silki til að skapa kraftmikið verk.
Lesa meira
Sköpun bernskunnar 2020 opnuð á laugardaginn

Sköpun bernskunnar 2020 opnuð á laugardaginn

Laugardaginn 7. mars kl. 15 verður samsýningin Sköpun bernskunnar 2020 opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þetta er sjöunda sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp sem liður í safnfræðslunni, með það markmið að gera sýnilegt, og örva, skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára.
Lesa meira