A! Gjörningahátíð

 

A! Gjörningahátíð
Salir 10 - 11, Ketilhús og víðar
10. - 13. október 2019 

A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og er nú haldin í fimmta sinn. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarfélags Akureyrar, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Reykjavík Dance Festival og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.

Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni. Þátttakendur A! Gjörningahátíðar eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum og leikhúsfólki. Meðal þeirra sem komið hafa fram á A! eru Magnús Pálsson, Paola Daniele, Rúrí, Theatre Replacement, Ka Yee Li, Anna Richardsdóttir og Kviss búmm bang. Hátt í 2000 gestir hafa sótt hátíðina hverju sinni og notið líflegra gjörninga.

Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram auk viðburða utan dagskrár (off venue).