NORÐLENSKIR MYNDLISTARMENN

SAMSÝNING
NORÐLENSKIR MYNDLISTARMENN
05.06.2025 – 14.09.2025
Salur 08

Í Eyjafirði er að finna fjölmennasta samfélag listamanna utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri hefur lengi verið miðpunktur menningarlífs á svæðinu, en undir lok 20. aldar fékk myndlistin aukið vægi þegar bærinn eignaðist bæði myndlistarskóla og listasafn. Báðar þessar stofnanir hafa haft mikil áhrif á myndlistarlíf á Akureyri.

Frá 2015 hefur annað hvert ár verið sett upp sýning á verkum norðlenskra myndlistarmanna í Listasafninu. Það er því komið að sjötta tvíæringnum.

Listasafnið auglýsir eftir umsóknum um þátttöku í sýningunni og sérstök dómnefnd velur inn verk. Gefin verður út sýningarskrá og reglulega verður boðið upp á leiðsögn með listamönnum. Sýningunni er ætlað að gefa innsýn í þá fjölbreyttu flóru myndlistar sem tengist Norðurlandi og vekja umræður um stöðu norðlenskra listamanna og myndlistar.