Fréttasafn

Tvær opnanir á laugardaginn

Tvær opnanir á laugardaginn

Laugardaginn 29. ágúst kl. 12-22 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri. Annars vegar yfirlitssýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna, og hins vegar sýning Lilýjar Erlu Adamsdóttur, Skrúðgarður. Í tilefni af 158 ára afmæli Akureyrarbæjar og vegna Covid-19 verður Listasafnið opið til kl. 22 á opnunardag og enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Heimir Björgúlfsson.

Listamannaspjall með Heimi Björgúlfssyni

Sunnudaginn 16. ágúst kl. 15 verður listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri með Heimi Björgúlfssyni um sýningu hans Zzyzx. Hlynur Hallsson safnstjóri ræðir við Heimi sem er í Los Angeles í fjarfundarbúnaði um sýninguna og verk hans.
Lesa meira
Vandræðaskáld.

Endurtekin vandræði

Vandræðaskáldin Sesselía Ólafs og Vilhjálmur Bragason verða með vandræðilega skemmtilega leiðsögn fyrir alla aldurshópa sunnudaginn 9. ágúst kl. 15-15.30. Leiðsögn þeirra fyrr í sumar sló í gegn og verður nú endurtekin.
Lesa meira
Opið fyrir umsóknir í gestavinnustofur

Opið fyrir umsóknir í gestavinnustofur

Opið er fyrir umsóknir um dvöl í gestavinnustofum í Listasafninu á Akureyri. Hægt er að sækja um vinnustofudvöl á tímabilinu frá nóvember 2020 - desember 2021, 2 - 8 vikur í senn. Umsóknarfrestur er til 15. september 2020.
Lesa meira
Anna Richardsdóttir.

Þátttakendur A! tilkynntir

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri dagana 1. - 4. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og nú í sjötta sinn. Ókeypis er inn á alla viðburði hátíðarinnar.
Lesa meira
Vandræðalega skemmtileg leiðsögn

Vandræðalega skemmtileg leiðsögn

Vandræðaskáldin Sesselía Ólafs og Vilhjálmur Bragason verða með óhefðbundna leiðsögn fyrir alla aldurshópa um sýningar safnsins í sumar og í haust. Sú fyrsta fer fram næstkomandi sunnudag, 5. júlí, kl. 15. Aðgangur er innifalinn í aðgangseyri á safnið og frítt fyrir handhafa árskorta. Viðburða- og vöruþróunarsjóður Akureyrar styrkir leiðsögn Vandræðaskálda.
Lesa meira
Stefán Elí.

Jónsmessuhátíðin hefst í Listasafninu

Laugardaginn 27. júní kl. 12-12.45 opnar Stefán Elí Hauksson, sumarlistamaður Akureyrar, Jónsmessuhátíð 2020 með fjörugum tónleikum á þaki inngangs Listasafnsins. Kaffihúsið Kaffi & list mun opna kl. 11.30 fyrir gesti sem vilja mæta snemma og tryggja sér gott sæti fyrir utan. Enginn aðgangseyrir á Listasafnið í tilefni dagsins.
Lesa meira
Snorri Ásmundsson.

Listamannaspjall: Snorri Ásmundsson

Laugardaginn 27. júní kl. 15 verður listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri með Snorra Ásmundssyni um sýningu hans Franskar á milli. Hlynur Hallsson safnstjóri ræðir við Snorra um sýninguna og verk hans. Enginn aðgangseyrir verður innheimtur á safnið í tilefni Jónsmessuhátíðar.
Lesa meira
Mynd: Rutsuko Sakata.

Fimm sýningar verða opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 6. júní kl. 12 verða fimm sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Brynja Baldursdóttir – Sjálfsmynd Heimir Björgúlfsson – Zzyzx Jóna Hlíf Halldórsdóttir – Meira en þúsund orð Samsýning – Hverfandi landslag Snorri Ásmundsson – Franskar á milli
Lesa meira
Frá fjölskylduleiðsögn um sýninguna Línur.

Listasafnið á Akureyri hlýtur styrk frá Barnamenningarsjóði

Listasafnið á Akureyri hlaut á dögunum milljón króna styrk frá Barnamenningarsjóði fyrir verkefnið Allt til enda – Listvinnustofur barna í Listasafninu á Akureyri sem fer fram í byrjun árs 2021.
Lesa meira