Flýtilyklar
Fréttasafn
Þriðjudagsfyrirlestur: Aðalsteinn Þórsson
05.03.2021
Þriðjudaginn 9. mars kl. 17-17.40 heldur Aðalsteinn Þórsson, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Bakgrunnur og starf Einkasafnsins – verk myndlistarmannsins Aðalsteins Þórssonar. Þar mun hann fjalla um feril sinn sem myndlistarmanns og verkefnið Einkasafnið.
Lesa meira
Umsóknarfrestur framlengdur
26.02.2021
Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest fyrir Takmarkanir – samsýningu norðlenskra myndlistarmanna til og með 10. mars næstkomandi. Dómnefnd velur úr umsóknum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Að þessu sinni skulu myndlistarmennirnir vinna með ákveðið þema, Takmarkanir, í verkum sínum. Hægt er að sækja um þátttöku á heimasíðu Listasafnsins. Sýningin verður opnuð laugardaginn 29. maí og stendur til 26. september.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Vandræðaskáld
25.02.2021
Þriðjudaginn 2. mars kl. 17-17.40 halda Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Að virkja listina og skáldskapinn til vandræða. Þar munu þau fara yfir ferilinn sem listamenn, samstarf Vandræðaskálda og gefa almenn heilræði um að sá vandræðum og óskunda í tali og tónum.
Lesa meira
Opin gestavinnustofa: Seung hee Lee
24.02.2021
Föstudaginn 26. febrúar kl. 15-18 verður gestavinnustofa Listasafnsins opin, en þar hefur Suður-Kóreski myndlistarmaðurinn Seung hee Lee dvalið undanfarin mánuð. Gengið er inn úr porti bakvið Listasafnið.
Lesa meira
Grímusmiðja með Ninnu Þórarinsdóttur
23.02.2021
Helgina 27.-28. febrúar verður boðið upp á aðra listvinnustofu undir samheitinu Allt til enda, en þá ætlar barnamenningarhönnuðurinn Ninna Þórarinsdóttir að bjóða upp á grímusmiðju. Skráningu er lokið og er orðið fullt í smiðjuna.
Lesa meira
Sýningaskrá 2021 komin út og hlaðvarp fer í loftið
22.02.2021
Á kynningarfundi sem haldinn var á dögunum í Listasafninu á Akureyri var komandi starfsár, sýningaskrá ársins 2021 og hlaðvarp Listasafnsins kynnt. Einnig var farið yfir starfsemi safnsins á ársgrundvelli og hlutverk þess á tímum Covid-19 faraldursins.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Seung hee Lee
18.02.2021
Þriðjudaginn 23. febrúar kl. 17-17.40 heldur Suður-Kóreska myndlistarkonan Seung hee Lee Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Urban remapping: Sensing map project. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, mun hún fjalla um nýja, listræna nálgun í kortlagningum. Út frá kenningum Heidegger er lagt til að kort af t.d. borg sýni ekki einungis byggingar og götur heldur einnig upplifanir og tilfinningar (e. sensing map) og hefur Lee unnið í verkefnum þar sem slík kort eru gerð af mismunandi stórborgum víða um heim.
Lesa meira
Listasmiðja á opnun Sköpun bernskunnar
18.02.2021
Laugardaginn 20. febrúar kl. 15-16 verður haldin listsmiðja fyrir börn og fullorðna í tilefni af opnun Sköpun bernskunnar 2021. Umsjón með smiðjunni hefur Fríða Karlsdóttir, myndlistarmaður. Smiðjan er styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNE. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn: Sköpun bernskunnar 2021
15.02.2021
Laugardaginn 20. febrúar kl. 12-17 verður samsýningin Sköpun bernskunnar 2021 opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þetta er áttunda sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp sem hluti af safnfræðslu, með það markmið að gera sýnilegt og örva, skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn. Þátttakendurnir vinna verk sem falla að þema sýningarinnar, sem að þessu sinni er Gróður jarðar. Kl. 15-16 verður boðið upp á listsmiðju fyrir börn tengda sýningunni.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Hafdís Helgadóttir
15.02.2021
Þriðjudaginn 16. febrúar kl. 17-17.40 heldur Hafdís Helgadóttir, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Listabúseta í Marokkó. Í fyrirlestrinum segir Hafdís frá listabúsetu og verkefni í Marokkó sem snérist um samleitni myndlistar og listhandverks og hvernig sú dvöl hafði áhrif á myndlist hennar. Hún mun sýna myndir af eigin verkum og frá Marokkó og fjalla um þætti sem hafa haft áhrif á vinnu hennar, eins og hugleiðingar um formgerðir, náttúru og liti og menningarlegt hæglæti.
Lesa meira
Leit

