Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá

Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá
Vatnið og landið 
03.12.2022–12.03.2023
Salur 09 

Kristín Jónsdóttir er fædd á Munkaþverá í Eyjafirði 1933. Hún stundaði nám í Handíða- og myndlistaskólanum í Reykjavík 1949-1952, og 1954-1957 var hún nemandi við textíldeild Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn. Kristín stundaði nám í École des Arts Italiennes og Atélier Freundlich í París 1959, og veturinn 1963-1964 var hún á Ítalíu við nám í Università per Stranieri í Perugia.

Kristín hefur haldið yfir 20 einkasýningar á Íslandi, í Bandaríkjunum og Kanada. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Verk eftir Kristínu má finna í helstu listasöfnum landsins og einnig í söfnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, meðal annars silfurverðlaun Alþjóðlega textílþríæringsins í Lódz í Póllandi 1992. Kristín hlaut heiðursviðurkenningu Myndlistarráðs 2021 fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar.