Fréttasafn

Leiðsögn á laugardegi

Leiðsögn á laugardegi

Laugardaginn 18. janúar kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um tvær sýningar: Fríða Karlsdóttir - Ekkert eftir nema mýktin og Jónas Viðar - Jónas Viðar í safneign. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 19. janúar kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningunum Augnablik - til baka og Átthagamálverkið. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna.
Lesa meira
Síðasta sýningarhelgi þriggja sýninga

Síðasta sýningarhelgi þriggja sýninga

Framundan er síðasta sýningarhelgi á þremur sýningum: Detel Aurand og Claudia Hausfeld – Samskipti, Georg Óskar – Það er ekkert grín að vera ég Einar Falur Ingólfsson – Útlit loptsins – Veðurdagbók. Sýningarnar voru allar opnaðar í lok september á síðasta ári og lýkur á morgun, sunnudaginn 12. janúar.
Lesa meira
Matiss Leo Meckl.

Tólf tóna álfakortérið á laugardaginn

Laugardaginn 4. janúar kl. 15-15.15 og 16-16.15 verður Tólf tóna álfakortérið á dagskrá í Listasafninu. Þá mun slagverksleikarinn Matiss Leo Meckl flytja tónverkin Case History eftir Roderik de Man, Bad Touch eftir Casey Cangelosi og Silence Must eftir Thierry De Mey. Tónleikarnir fara fram í sal 04 og er aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár!

Listasafnið á Akureyri óskar Akureyringum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir komuna á árinu sem er að líða.
Lesa meira
Gleðileg jól

Gleðileg jól

Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Safnbúðin er opin á hefðbundnum opnunartíma safnsins fram að jólum, alla daga kl. 12-17.
Lesa meira
Gefðu myndlist í jólagjöf

Gefðu myndlist í jólagjöf

Í safnbúð Listasafnsins er m.a. finna listræna gjafavöru, listmuni, áhugaverðar listaverkabækur af margvíslegum toga og plaköt sem fegra heimilið. Þar er einnig hægt að kaupa árskort á Listasafnið fyrir aðeins 4.900 kr. Verið velkomin. Sjón er sögu ríkari.
Lesa meira
Leiðsögn um Átthagamálverkið á sunnudaginn

Leiðsögn um Átthagamálverkið á sunnudaginn

Laugardaginn 14. desember kl. 14 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar, sem opnuð var á dögunum og er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.
Lesa meira
Leiðsögn um Augnablik – til baka

Leiðsögn um Augnablik – til baka

Sunnudaginn 8. desember kl. 14 verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Sólveigar Baldursdóttur, Augnablik – til baka og er aðgangur innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Lesa meira
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Tólf tóna jólakortérið á laugardaginn

Laugardaginn 7. desember kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna jólakortérið á dagskrá í Listasafninu. Þá mun orgelleikarinn Sigrún Magna Þórsteinsdóttir frumflytja jólavögguvísu sem hún samdi fyrir píanó og gítar, en einnig verða leikin jólalög í nýjum búningi. Tónleikarnir fara fram í sal 04 og er aðgangur ókeypis.
Lesa meira