Afmæli

Afmæli
Samsýning norðlenskra listamanna
02.06.2023 – 24.09.2023
Salir 10 11

Þetta er í fimmta sinn sem sýning á verkum norðlenskra listamanna er haldin í Listasafninu á Akureyri. Sýningin er tvíæringur og er að þessu sinni unnið út frá þemanu afmæli, sem er vísun í 30 ára afmæli Listasafnsins en jafnframt opið fyrir alls konar túlkunum listamanna.

Dómnefnd velur verk úr innsendum tillögum listamanna sem búa á Norðurlandi eða hafa sérstaka tengingu við svæðið. Gefin er út sýningarskrá á íslensku og ensku og er áhugavert að bera saman sýningarskrár fyrri sýninga til að sjá hvaða þróun er í verkum norðlenskra listamanna. Markmiðið er vissulega að sýna þá fjölbreytni í efnistökum, aðferðum og hugmyndum sem listamenn af svæðinu eru að fást við hverju sinni.

Sýningunni Afmæli er ætlað að gefa innsýn í þá fjölbreyttu flóru myndlistar sem tengist Norðurlandi og vekja umræður um stöðu norðlenskra listamanna og myndlistar almennt. Þessi tvíæringur getur verið grunnur rannsókna og sköpunar á sviði myndlistar og um leið hvatning og tækifæri.

Safnasjóður styrkir sýninguna.

Þátttakendur: 

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir,
Aðalsteinn Þórsson,
Andrea Weber,
Auður Lóa Guðnadóttir,
Auður Ómarsdóttir,
Baldvin Ringsted,
Bergþór Morthens,
Björg Eiríksdóttir,
Erwin van der Werve,
Freyja Reynisdóttir,
Hekla Björt Helgadóttir,
Hjördis Frímann,
Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir,
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir,
J. Pasila,
Jonna Jónborg Sigurðardóttir,
Jóna Hlíf Halldórsdóttir,
Jónína Björg Helgadóttir,
Rósa Kristín Júlíusdóttir,
Sigurður Mar,
Stefán Boulter,
Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir,
Þuríður Helga Kristjánsdóttir.

Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.