Flýtilyklar
Fréttasafn
Þriðjudagsfyrirlestur: Kristín Dýrfjörð
29.02.2020
Þriðjudaginn 3. mars kl. 17-17.40 heldur Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hugarflandur í heimi leikskólans.
Lesa meira
Vinnustofur / sýningarými til leigu
27.02.2020
Listasafnið á Akureyri auglýsir til leigu rými fyrir listamenn / hönnuði á Akureyri. Um er að ræða jarðhæð Ketilhússins að stærð 145 m2. Húsnæðið er hugsað sem vinnustofur og sýningarými sem reglulega skal vera opið almenningi með viðburðum. Starfsemin þarf að tengjast og vera í samvinnu við aðra starfsemi í Listagilinu.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Heiða Eiríksdóttir
19.02.2020
Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17-17.40 heldur Heiða Eiríksdóttir, tónlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Forvitni og ímyndunarafl. Í fyrirlestrinum fjallar Heiða um hinar ýmsu aðferðir sem hún hefur notað í listsköpun sinni og vinnu í gegnum tíðina og hvernig forvitni og það að viðhalda henni getur haft jákvæð áhrif á sköpun. Hún hefur gítar með í för og tekur lagið, en fer líka yfir feril sinn og reynir að varpa örlitlu ljósi á það hvernig er að vera sjálfstætt starfandi listamaður á Íslandi.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Snorri Ásmundsson
17.02.2020
Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17-17.40 heldur Snorri Ásmundsson, listamaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Lífsins listamaður. Þar mun hann fjalla um feril sinn í listinni og lífsreynslu.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
10.02.2020
Sunnudaginn 16. febrúar kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá alþjóðlegu samsýningunni Línur. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.
Lesa meira
Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun
07.02.2020
Í morgun var haldinn fundur í Listasafninu á Akureyri þar sem Akureyrarbær varð fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að hefja vegferð í átt að samfélagi sem er vinveitt og meðvitað um þarfir einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra (e. dementia friendly community). Listasafnið á Akureyri leggur sitt á vogaskálarnar og tekur mánaðarlega á móti fólki með heilabilun og veitir þeim leiðsögn og fræðslu um sýningar safnsins. Verkefnið er brýnt, enda má ætla að fjögur til fimm þúsund manns á Íslandi séu með heilabilunarsjúkdóm og má reikna með verulegri fjölgun samhliða hækkandi aldri þjóðarinnar.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Marco Paoluzzo
07.02.2020
Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17-17.40 heldur Marco Paoluzzo, ljósmyndari, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Ljósmyndun í 50 ár.Þar mun hann tala um rúmlega 50 ára feril sinn í ljósmyndum og varpa ljósi á áhrifavalda. Einnig mun hann fjalla um útgefnar bækur sínar sem og þær sem enn eru óútgefnar.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Jón B.K. Ransu
03.02.2020
Þriðjudaginn 4. febrúar kl. 17-17.40 heldur Jón B. K. Ransu, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Formleysa, úrkast og blendingsform.
Lesa meira
Nýtt kaffihús tekur til starfa 1. mars
29.01.2020
Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í dag var m.a. komandi starfsár, sýningaskrá ársins 2020 og nýtt kaffihús kynnt. Einnig var farið yfir starfsemi safnsins í heild sinni sem og áframhaldandi samstarf við Icelandair Hotel Akureyri. Í lok fundarins undirrituðu Hlynur Hallsson, safnstjóri, og Auðar B. Ólafsdóttir samning um rekstur kaffihúss í Listasafninu. Prentaðri dagskrá ársins var í dag dreift í öll hús á Akureyri.
Lesa meira
Listasafnið þátttakandi í Frönsku kvikmyndahátíðinni
29.01.2020
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst 13. febrúar næstkomandi. Listasafnið á Akureyri tekur þátt og býður upp á lokamynd hátíðarinnar, Picassoráðgátan / Le mystere Picasso eftir HG Clouzot, sunnudaginn 13. febrúar kl. 17.
Lesa meira
Leit

