Dagrún Matthíasdóttir - Gómsætt

- ?Ekki leika þér að matnum!?
- ?En, því ekki? ?

Matur er umfjöllunarefni Dagrúnar Matthíasdóttur á sýningunni Gómsætt. Þar vinnur hún með ólík efni og aðferðir og velur það sem hentar viðfangsefninu hverju sinni. Frásögn bregður fyrir í verkum hennar þar sem hún gramsar í matnum og gefur honum hlutverk með túlkun sinni í formum og litum. Á sýningunni reiðir Dagrún fram alls konar rétti úr eldhúsi myndlistarinnar, jafnt hefðbundin málverk sem fjöltæknilega bragðarefi. Þannig fá gestir sýningarinnar vatn í munninn um leið og hugtökin tilraunaeldhús og heimabakstur eignast nýja merkingu.

?Ég vinn með liti, áferð, form og mynstur og skapa ólíka stemningu í samtali mínu við matinn. En um leið leyfi ég mér að nálgast leikinn í sjálfri mér?. ?D.M.

Hugleiðing

Sagt er að þú sért það sem þú borðar. Reynist sú kenning rétt hafa Íslendingar lengst af verið algjörir sauðir og þar sem við sporðrennum sjávarfangi hljótum við einnig að vera dálítið eins og fiskar á þurru landi, þorskhausar með kindaskrokka, svo ekki sé minnst á samruna við plöntur og aðrar dýrategundir. Dagrún Matthíasdóttir (f. 1971) sér hversu frek mannskepnan er til matar, enda elskum við ekki síður að éta lömbin en að dásama hversu falleg og góð þau eru. Á sýningunni Gómsætt reiðir Dagrún fram alls konar rétti úr eldhúsi myndlistarinnar, jafnt hefðbundin málverk sem sjónræna bragðarefi, þannig að við fáum vatn í munninn um leið og hugtökin tilraunaeldhús og heimabakstur fá alveg nýja merkingu. Við þurfum að horfast í augu við sambandið á milli kjafts og glyrna, því hvenær étur maður mann og hvenær ekki? Kristnir menn leggja sér reglulega Jesú til munns og við tölum um augnakonfekt og fúlsum við mat sem lítur illa út. Í því sambandi má minnast þess að vesturlandabúar henda stórum hluta matarframleiðslu sinnar og samkvæmt Alþjóða matvælastofnunni þjást 842 milljónir af næringarskorti. Leikum okkur ekki að matnum nema í myndlíkingum. Kyngjum honum!

__________________________________________________________________________________________________________________

"Don't play with your food!"

"But, why not?"

Food is Dagrún Matthíasdóttir's main topic in the exhibition Delicious. She uses various materials and methods, carefully selecting what fits the topic each time. One can catch a glimpse of narration in her work where she digs into the food, giving it a role through her interpretation of shapes and colors. Dagrún offers the viewer a great variety of dishes from the kitchen of visual arts, both traditional paintings as well as multidisciplinary ? thereby making the viewer?s mouth water as the concepts of homemade cooking and experimental cuisine are given a completely new meaning.

"I work with colors, texture, shapes & patterns and create a different ambience through my dialogue with the food. At the same time I allow myself to approach my playful self". ? D.M.

Reflections

It has often been said that we are what we eat. If that is true then Icelanders have been sheep for most of their history and, since their diet has also been predominantly supplemented by what they have been able to draw from the surrounding ocean, they have also been a little like fish on dry land, with cod?s heads on sheep?s bodies.

Dagrún Matthíasdóttir (born 1971) has a clear view of how overbearing mankind can be when it comes to food. After all, are we not just as fond of eating lambs as we are talking about how sweet and good they are? In the exhibition Delicious, Dagrún presents all kinds of dishes from the kitchen of art, both traditional paintings and multidisciplinary methods, so that our mouths begin to water as the concepts of experimental cuisine and home baked bread accrue a completely new meaning. We must face up to the connection between mouth and eyes. When do we eat and when do we refrain from eating? Christians partake of the body of their god on a regular basis. We either speak of eye-candy or turn up our noses at food that does not look good. In connection with this, it is worth reminding us that people in the Western world throw away a large proportion of the food they produce and, according to the World Food Council, 842 million people suffer from malnutrition. Let?s not play with our food except in a metaphorical sense. Let?s swallow it instead!