Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Sýn í þokunni
Listasafnið á Akureyri, 29. október 2016 - 8. janúar 2017
Ásdís Sif Gunnarsdóttir (f. 1976) hefur vakið athygli fyrir vídeó-innsetningar, ljósmyndaverk og gjörninga. Auk þess að sýna á Íslandi hefur hún sýnt víða erlendis, tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið vídeóverk á internetinu. Það er því engin tilviljun að hún setji upp sýningu á nýjum verkum í Listasafninu á Akureyri á sama tíma og frumkvöðullinn Joan Jonas. Líkt og í verkum Jonas er sterkur kvenlegur undirtónn í verkum Ásdísar Sifjar sem oft er settur fram á ljóðrænan hátt og af tilfinninganæmi. Frásagnir, lífsreynsla og ferðalög konu eru í forgrunni.
Ásdís Sif útskrifaðist með BFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2000 og MA-gráðu frá University of California, Los Angeles 2004.
Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.