HEIMIR HLÖÐVERSSON

HEIMIR HLÖÐVERSSON
SAMLÍFI
17.05.2025 – 07.09.2025
Salur 01

Verkið Samlífi er vídeó- og hljóðinnsetning sem dregur fram andstæður og tengsl fólks og náttúru. Hvert er samband fólks og náttúru? Hvernig hefur fólk áhrif á aðlögunarhæfni náttúrunnar og hvernig hefur náttúran áhrif á mannfólkið? Hvernig bregðast lífverur jarðar við stöðugum breytingum í heimi þar sem fólkið ræður mestu um loftslag og umhverfi? Er þörf á að auka skilning á samtengdum heimi okkar og þeim möguleikum sem felast í að móta náttúru og nýsköpun fólksins?

Innsetningin samanstendur af myndböndum sem umlykja rýmið og skapa samræmda heild sem minnir á abstrakt og lífrænan innri heim lifandi veru.

Heimir Hlöðversson (f. 1976) er margmiðlunarlistamaður og kvikmyndagerðarmaður. Hann er menntaður í kvikmyndagerð, margmiðlun og tónlist, auk þess að vera með mastersgráðu í menningarstjórnun.

Heimir hefur unnið við listsköpun og kvikmyndagerð síðastliðin nítján ár, sett upp listasýningar, gert heimildarmyndir og skapað sjón- og hljóðræna upplifun fyrir söfn á Íslandi og erlendis.