Hugmyndir

Hjördís Frímann og Magnús Helgason
Hugmyndir
25. ágúst 2018 - 18. ágúst 2019

Við endurbyggingu Listasafnsins á Akureyri verður til ný og einstök aðstaða fyrir kennslu í afmörkuðu rými. Þar með myndast tækifæri til nýrrar nálgunar í listfræðslu, sem byggir á verkefnavinnu og vinnu í listasmiðjum. Þetta nýja rými verður einnig notað fyrir sýningar ólíkra listamanna og þau Hjördís Frímann (f. 1954) og Magnús Helgason (f. 1977) ríða á vaðið.

Hjördís er þekkt fyrir hreina liti og líflegar litasamsetningar auk þess að nota spiladósir í verkum sínum. Magnús vinnur gjarnan með fundna hluti og texti er oftar en ekki þýðingarmikill í verkum hans. Leikur og gleði með fjölbreyttum tilvísunum einkenna verk þeirra beggja. Saman skapa þau spennandi sýningu sem getur auðgað og eflt ímyndunarafl barna á öllum aldri.

Sýningarstjórar: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Hlynur Hallsson.