Flýtilyklar
Fréttasafn
Gósenlandið – íslensk matarhefð og matarsaga
28.01.2020
Heimildarmynd um íslenska matarhefð og matarsögu verður sýnd í Listasafninu á Akureyri, sal 10, Ketilhúsi sunnudaginn 2. febrúar klukkan 15.00. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn
27.01.2020
Laugardaginn 1. febrúar verður alþjóðlega samsýningin Línur opnuð í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni koma saman átta listamenn frá sex ólíkum löndum og fjórum heimsálfum; Hong Kong, Litháen, Japan, Þýskalandi, Mexíkó og Túnis og „draga línur“. Línurnar verða til í gegnum ólík listform í þeim tilgangi að eiga samskipti við umheiminn. Sýningin tengir Ísland við fjarlæga og framandi menningarheima í gegnum myndlist. Hluti verkanna er staðbundinn, þ.e. unninn sérstaklega inn í rýmið í Listasafninu á Akureyri. Á meðal þess sem verður til í rýminu eru kontrapunktar þar sem verkin ýmist trufla eða bæta við hvert annað.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Mireya Samper
24.01.2020
Þriðjudaginn 28. janúar kl. 17-17.40 heldur Mireya Samper, myndlistarmaður, sýningastjóri og listrænn stjórnandi, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Ferskir vindar 2010-2020. Í fyrirlestrinum fjallar hún um alþjóðlegu listahátíðina Ferskir vindar sem hún stofnaði 2010. Mireya talar um upphaf verkefnisins og þróunina á síðustu 10 árum, en einnig mun hún fjalla um einstaka hátíðir og nokkra af þeim 200 myndlistarmönnum sem hafa tekið þátt í hátíðinni.
Lesa meira
Kallað eftir gjörningum
22.01.2020
A! Gjörningahátíð verður haldin í sjötta sinn 1.-4. október 2020. Í annað sinn verður kallað eftir gjörningum frá gjörningalistamönnum, leikurum, dönsurum, myndlistarlistafólki og öðrum sem áhuga hafa á að taka þátt. Stefnt er að því að velja 4-5 gjörninga úr innsendum tillögum sem fá greidda 75.000 króna þóknun. Þátttakendur eru hvattir til að sækja um styrki fyrir ferðum og öðrum kostnaði.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
20.01.2020
Sunnudaginn 26. janúar kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningum Elínar Pjét. Bjarnason, Handanbirta / Andansbirta, og Marzena Skubatz HEIMAt.
Lesa meira
Myndlistamiðja og listamannaspjall
03.01.2020
Laugardaginn 18. janúar kl. 13.30-15 verður boðið upp á myndlistasmiðju fyrir 18 ára og eldri með myndlistarmanninum Eiríki Arnari Magnússyni. Smiðjan er ókeypis og styrkt af Uppbyggingarsjóði Eyþings. Síðar sama dag kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með Halldóru Helgadóttur um sýningu hennar Verkafólk. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri.
Lesa meira
Kallað eftir gjörningum
23.12.2019
A! Gjörningahátíð verður haldin í sjötta sinn 1.-4. október 2020. Í annað sinn verður kallað eftir gjörningum frá gjörningalistamönnum, leikurum, dönsurum, myndlistarlistafólki og öðrum sem áhuga hafa á að taka þátt. Stefnt er að því að velja 4-5 gjörninga úr innsendum tillögum sem fá greidda 75.000 króna þóknun. Þátttakendur eru hvattir til að sækja um styrki fyrir ferðum og öðrum kostnaði.
Lesa meira
Gleðileg jól
20.12.2019
Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Lesa meira
Lokað vegna veðurs
11.12.2019
Listasafnið er lokað í dag, miðvikudaginn 11. desember, vegna veðurs.
Lesa meira
Tvær opnanir 7. desember
02.12.2019
Laugardaginn 7. desember kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri. Annars vegar sýning Marzena Skubatz, HEIMAt, og hins vegar sýning á verkum Elínar Pjet. Bjarnason, Handanbirta / Andansbirta – valin verk úr safneign Listasafns ASÍ.
Lesa meira
Leit

