Hola í vinnslu


Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Hola í vinnslu
Listasafnið á Akureyri, vestursalur, 24. - 29. janúar 2015

Á sýningunni Hola í vinnslu sýna nemendur úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri verk í sköpun undir leiðsögn Jónu Hlífar Halldórsdóttur, myndlistarmanns, stundakennara við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann á Akureyri og formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna. Nemendurnir breyta vestursal Listasafnsins í eina stóra vinnustofu og vinna þar fram á síðasta dag en þá skal sýningin tilbúin og opnuð formlega. Áhugasamir gestir geta komið og átt samtal við nemendurna og jafnvel haft áhrif á ákvörðunartöku er varðar verk og uppsetningu þeirra.

Á undanförnum árum hefur Jóna Hlíf verið afar virk í sýningarhaldi bæði á einka- og samsýningum auk þess sem hún hefur aðstoðað við sýningar í tengslum við Höggmyndagarðinn og Myndhöggvarafélagið.