SÝNDARVERULEIKI – INNSETNINGAR
FEMINA FABULA
27.09.2025 – 16.11.2025
Salur 08
Sýningin byggir á hugmyndum sviðslistakvennanna Kajsa Bohlin, Lalla la Cour, Anna Stamp, Noora Hannula, Tuba Keleş og Linh Le. Verkin urðu til í samvinnu þeirra við myndlistarkonuna Kirsty Whiten og leikstjórann Kristján Ingimarsson, sem er listrænn stjórnandi verksins.
Þessi alþjóðlegi hópur kannar samband sitt við heiminn og möguleika hins skapandi menningar- og náttúrukrafts sem býr í kvenleikanum. Vinnuaðferðirnar felast að miklu leyti í sameiginlegum ferlum og samskiptum við lífsformið.
Á sýningunni má sjá sex verk með aðstoð sýndarveruleikagleraugna, þar sem listakonurnar tjá kvenlega næmni og krafta í gegnum vinnuferli hverrar og einnar, í nánu sambandi við mismunandi landslag þar sem litið er til náttúruaflanna, matarins og jarðarinnar.
Upptökur annaðist Kristján Ingimarsson og hefur samvinna hans við listamennina Andro Manzoni og Áka Frostason (Folding House Production) gert áhorfendum kleift að fara inn í kúlulaga hljóðheim tilvistarlegrar ljóðrænu og veröld lifandi mynda. Framleiðandi: KIC (kicompany.dk).