Fullveldið endurskoðað

Samsýning
Fullveldið endurskoðað
Útisýning
28. apríl - 19. ágúst 2018

Sýning 10 ólíkra myndlistarmanna á verkum sem gerð eru sérstaklega í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Um er að ræða útisýningu sem sett verður upp á völdum stöðum í miðbæ Akureyrar. Markmiðið er að sýna nýja hlið á stöðu fullveldis Íslands á okkar tímum og fá áhorfendur til að velta fyrir sér hugmyndum, útfærslum og fjölbreyttum sjónarhornum tengdum fullveldinu.

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Gunnar Kr. Jónasson, Hrefna Harðardóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Jónína Björg Helgadóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Rebekka Kühnis, Samúel Jóhannsson og Snorri Ásmundsson.

Á sýningartímanum verður boðið upp á leiðsögn með listamönnunum þar sem gengið verður á milli verkanna og þau rædd. Sýningin hlaut styrk úr sjóði afmælisárs fullveldis Íslands.

Sýningarstjórar: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Hlynur Hallsson.