MSSS


Arnar Ómarsson
MSSS
Listasafnið á Akureyri, vestursalur, 28. febrúar - 5. mars 2015

Í fyrri verkum hefur Arnar fjallað mikið um samskipti tölvunnar við menn og horft sérstaklega til mennskrar hliðar tölvunnar. Sú iðja kveikti áhuga hans á framtíðarspám og tengslunum milli vísindaskáldskapar og geimvísinda. Þar liggur mikil og heillandi óvissa um það hvernig framtíðin verður. Hvernig hefur vísindaskáldskapur breytt viðhorfi okkar til vísinda? Eru vísindaframfarir að einhverju leyti byggðar á vísindaskáldskap? Þetta viðfangsefni er stútfullt af myndlíkingum, fallegu myndmáli og byggir á ríkri spádómsmenningu sem teygir sig árhundruðir aftur í tímann. MSSS (Mega Space Super Station) er upplifunarinnsetning þar sem listamaðurinn leikur sér á mörkum skáldskapar og vísinda.

Arnar Ómarsson hefur starfað sem listamaður í Danmörku og á Íslandi frá því hann lauk námi í London 2011. Hann notar eðli mannsins sem viðfangsefni og vinnur með samband hans við umhverfið í ýmsum myndum. Hann er annar skipuleggjenda Reita á Siglufirði og rekur gestavinnustofu í Danmörku.