Ketilhúsið er leigt út fyrir ýmsa viðburði og samkomur, s.s. móttökur, giftingaveislur, myndatökur, fundi og fleira.
Gólfflötur í sal er u.þ.b. 134 m². Sjá nánar á HÉR. Svalir u.þ.b. 60 m². Um 100 stólar og 40 ráðstefnuborð geta fylgt með í leigunni.
Leigutaki sér um uppsetningu og framkvæmd við viðburði og útvegar viðeigandi tæki og búnað. Leigutaki gengur frá stólum og borðum. Hann skilur við eldhús eins og tekið var við því og gengur frá rusli. Aðili á vegum Listasafnsins þarf alltaf að vera á staðnum á meðan leiga er í gangi. Vakin er athygli á því að í Listagilinu eru fá bílastæði.
Sýningar safnsins eru aðgengilegar leigjanda og gestum hans, en semja þarf fyrirfram um leiðsögn um sýningarnar á íslensku eða öðrum tungumálum.
Fyrirspurnum svarar Hlynur F. Þormóðsson, kynningar- og viðburðastjóri, í síma 461 2639 / 863 1468 eða á netfangið hlynurth@listak.is.
Frítt – fundir og viðburðir sem haldnir eru í samvinnu við Listasafnið.