Flýtilyklar
Fréttasafn
Leiðsögn í síðustu sýningarvikunni
15.04.2015
Boðið verður upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 12.15 - 12.45 um yfirlitssýningu Iðunnar Ágústsdóttur. Framundan er síðasta vika sýningarinnar en henni lýkur næstkomandi sunnudag, 19. apríl. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
„Þú getur aldrei vitað hvert þú stefnir“
14.04.2015
Í páskablaði DV birtist gott viðtal við Jan Voss sem nú sýnir í Listasafninu undir yfirskriftinni Með bakið að framtíðinni. Í viðtalinu talar Jan um sýninguna, ferilinn og bókabúðina frægur, Boekie Woekie, sem hann starfrækir í Amsterdam. HÉR má lesa viðtalið.
Lesa meira
Listasumar á Akureyri 2015
11.04.2015
Listasumar á Akureyri 2015 fer fram 12. júní - 6. september 2015 og er tilvalinn vettvangur fyrir unga sem aldna listamenn til að koma sér á framfæri.
Lesa meira
Listasumar endurvakið
10.04.2015
Þriðjudaginn 14. apríl kl. 17 verður haldinn opinn fundur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um Listasumar 2015. Allir sem hafa áhuga á þátttöku eru hvattir til að mæta. Listasumar fer fram 12. júní - 6. september 2015 og er tilvalinn vettvangur fyrir unga sem aldna listamenn til að koma sér á framfæri.
Lesa meira
Listaukinn í Listagilinu
08.04.2015
Menningarþátturinn Listaukinn var á ferðinni um Listagilið fyrir nokkru og kom við á sýningum Jan Voss, Með bakið að framtíðinni, í Listasafninu og á sýningu nemenda Lungaskólans á Seyðisfirði, Here Comes the Sun sem stóð í Kaktus - hinu nýja listamannsrekna rými sem staðsett er þar sem Populus tremula var áður til húsa. Gestir þáttarins voru Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, atvinnufulltrúi Akureyrarbæjar, og Almar Alfreðsson, vöruhönnuður.
Lesa meira
Leiðsögn um sýningu Jan Voss
07.04.2015
Boðið verður upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri fimmtudaginn 9. apríl kl. 12.15 - 12.45 um sýningu Jan Voss, Með bakið að framtíðinni. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Opið alla páskana
31.03.2015
Yfirstandandi sýningar í Listasafninu á Akureyri verða opnar alla páskahátíðina kl. 12-17 og sem fyrr er enginn aðgangseyrir. Sýning þýska listamannsins Jan Voss Með bakið að framtíðinni stendur nú yfir í Listasafninu á Akureyri, en spurningin „hvað er mynd?“ er undirliggjandi þáttur í viðfangsefnum Voss. Þó að óhefðbundnar vinnuaðferðir hans hafi stöku sinnum kallað fram svipleiftur þess sem gætu hafa verið svör þá hefur leit hans – sem spannar ólíka miðla – ekki bent á neitt umfram það sem væri speglun af einhverju öðru.
Lesa meira
Beautiful $tuff í Kaktus
31.03.2015
Laugardaginn 4. apríl opnar listamaðurinn Victor Ocares sýninguna Beautiful $tuff í Kaktus í Listagilinu. Victor Ocares útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hefur verið iðinn við sýningarhald bæði á Íslandi og erlendis. Listsköpun hans er lituð dulhyggju sem leitar meðal annars fanga í heimspeki og vísindum.
Sýningin opnar kl. 16 og stendur opin fram á kvöld eða þangað til tónleikar Mafama hefjast í Kaktus kl. 21. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Ragnar Hólm opnar í Mjólkurbúðinni
30.03.2015
Á skírdag kl. 14 opnar Ragnar Hólm sýningu á nýjum vatnslitamynd og málverkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Þetta er níunda einkasýning Ragnars sem hefur stigið fjörugan dans við listagyðjuna á síðustu árum en fyrstu sýningu sína hélt hann vorið 2010. Við opnunina á skírdag í Mjólkurbúðinni ætla Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein að leika létta tónlist af fingrum fram.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Hildur Friðriksdóttir - Hin fullkomna kvenímynd
27.03.2015
Þriðjudaginn 31. mars kl. 17 heldur Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri, fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hin fullkomna kvenímynd. Þar mun hún fjalla um félagslega og menningarlega mótaðar hugmyndir um kvenleika og með hvaða hætti þær birtast í menningu og listum. Jafnframt ætlar Hildur að tala um listakonur sem hafa notað listsköpun til að miðla pólitískri ádeilu á útlitskröfur samtímans.
Lesa meira
Leit

