Flýtilyklar
Fréttasafn
Listasafnið lokað eftir hádegi
19.06.2015
Listasafnið á Akureyri líkt og allir landsmenn fagna því í dag, föstudaginn 19. júní, að 100 ár eru síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Af því tilefni verður lokað frá kl. 12.00 og starfsmönnum gefið frí til þess að taka þátt í hátíðardagskrá sem hefst í Lystigarðinum kl. 13 og endar með dagskrá á sviði á Ráðhústorgi.
Lesa meira
Leiðsögn um sýningu Mireyu Samper
18.06.2015
Fimmtudaginn 18. júní kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu um sýningu Mireyu Samper, Endurvarp, sem opnaði síðastliðinn laugardag. Hlynur Hallsson safnstjóri tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Opið 17. júní
16.06.2015
Opið verður í Listasafninu á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 10-17. Vegna uppsetningar á listaverkefninu Rót verður Listasafninu, Ketilhúsi lokað fram að opnun næstkomandi laugardag, 20. júní, kl. 15.
Lesa meira
Tónleikar japanska listamannsins Tomoo Nagai
14.06.2015
Sunnudaginn 14. júní kl. 17 heldur japanski listamaðurinn Tomoo Nagai tónleika í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Tomoo segist notar hljóð á svipaðan hátt og málari notar liti – til að fylla rými. „Hugmyndirnar sem tónlistin kallar fram eru skilgreindar út frá samspili sem verður til milli efnisins og rýmisins sem unnið er í hverju sinni. Tré, málmur, steinn, jörð, vatn… svo ótalmargir þættir í náttúrunni búa yfir ótrúlega hljómsterkri fegurð. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að hlusta eftir þessari fegurð.“
Lesa meira
Opnun í dag: Mireya Samper
13.06.2015
Í dag, laugardaginn 13. júní, kl. 15 opnar Mireya Samper sýninguna Endurvarp í Listasafninu á Akureyri. Sýninginendurspeglar ferli og áhrif sem Mireya hefur unnið með og upplifað, bæði á Íslandi og í Japan, undanfarin misseri. Fjallað er um innri og ytri kosmós, óendanleikann, eilífðina, endurtekninguna og hringrásina – innri og ytri hringrás. Nánari upplýsingar um verk Mireyu má finna á heimasíðu hennar http://mireya.is
Lesa meira
Draumahöll í Listasafninu, Ketilhúsi
11.06.2015
Laugardaginn 13. júní kl. 14 og 16.30 verður boðið uppá tónlistardagskrá í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi þar sem Lára Sóley og Hjalti Jónsson munu flytja efni af vögguljóðaplötunni Draumahöll sem er nýútkomin. Lára leikur á fiðlu og syngur, en Hjalti leikur á gítar. Flutt verður blanda af íslenskum og erlendum lögum, þar af þrjú ný lög og textar.
Lesa meira
Dagskrá Listasumars komin út
10.06.2015
Dagskrá Listasumars á Akureyri 2015 kom út í dag og var dreift í hvert hús á Akureyri og víðar. Listasumar hefst föstudaginn 12. júní, kl. 17 og stendur yfir til 6. september. Á opnuninni mun Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri segja nokkur vel valinn orð, umvafinn handverki kvenna, sem mun prýða Listagilið. Í framhaldinu taka við tvennir tónleikar; annars vegar mun Þjóðlistahátiðin Vaka bjóða upp á síðdegistóna í Deigluna og hins vegar er gestum og gangandi boðið að taka þátt í Tilraunakenndum sólarhring undir merkjum tón- og myndlistarhátíðarinnar Yms, frá kl. 18 til 18.
Lesa meira
Listagilið málað
10.06.2015
Fyrr í dag komu starfsmenn Slökkviliðsins á Akureyri í Listagilið og þrifu malbikið. Til stendur að mála götuna alls konar myndum í tilefni af opnun Listasumars á föstudaginn kl. 17. Þeir listamenn sem taka þátt í vinnunni eru Þóra Karlsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Almar Alfreðsson, Jonna og Jónína Björg Helgadóttir. Áhugasamir geta komið við í Listagilinu og fylgst með gangi mála.
Lesa meira
Listasumar hefst á föstudaginn
10.06.2015
Listasumar á Akureyri hefst með pompi og prakt á morgun, föstudaginn 12. júní, kl. 17 og stendur yfir til 6. september. Listasumar var umgjörð fyrir listviðburði á Akureyri í tæpa tvo áratugi, sem og vettvangur fyrir listamenn til að koma sér á framfæri. Það verður nú endurvakið með svipuðum áherslum.
Lesa meira
Síðasta leiðsögnin um Sköpun bernskunnar
10.06.2015
Fimmtudaginn 11. júní, kl. 12.15-12.45, verður boðið upp á síðustu leiðsögnina um Sköpun bernskunnar í Listasafninu, Ketilhúsi, en sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag 14. júní. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, safnkennari og sýningarstjóri tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Leit

