Fréttasafn

Hiroko Shitate sýnir í Mjólkurbúðinni

Hiroko Shitate sýnir í Mjólkurbúðinni

Japanska listakonan Hiroko Shitate opnar myndlistasýninguna Shadowing – Work in Progress í Mjólkurbúðinni í Listagilinu, kl. 14 laugardaginn 28. mars.
Lesa meira
LungA sýnir í Kaktus

LungA sýnir í Kaktus

LungA skólinn á Seyðisfirði er á farandsfæti og heimsækir Kaktus í Listagilinu í tilefni af lokasýningu vorannar skólans. Nemendur hafa undanfarnar 11 vikur ferðast um hina ótal mörgu kima sköpunarinnar, listarinnar og sjálfsins. Sýningin, sem verður opnuð kl. 20.00 föstudagskvöldið 27. mars, samanstendur af verkum sem meðal annars endurspegla ferðalag hvers og eins á persónulegan hátt.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudaginn

Leiðsögn á fimmtudaginn

Boðið verður upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi fimmtudaginn 26. mars kl. 12.15 - 12.45 um yfirlitssýningu Iðunnar Ágústsdóttur. Hlynur Hallsson, safnstjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Jón Páll Eyjólfsson.

Þriðjudagsfyrirlestur - Jón Páll Eyjólfsson

Þriðjudaginn 24. mars kl. 17 mun Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, halda fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Leikhúsvélar, tæki og lögmál Donald Rumsfelds um stig þekkingar.
Lesa meira
Jan Voss.

Leiðsögn og listamannaspjall á fimmtudaginn

Boðið verður upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri fimmtudaginn 30. apríl kl. 12.15 - 12.45 um sýningu Jan Voss, Með bakið að framtíðinni. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Síðar sama dag, kl. 17-17.45, verður listamannaspjall með Jan Voss í Listasafninu. Aðgangur á báða viðburði er ókeypis.
Lesa meira
María Rut Dýrfjörð.

Þriðjudagsfyrirlestur: María Rut Dýrfjörð - Ferilskrá hönnuðar

Þriðjudaginn 17. mars kl. 17 mun grafíski hönnuðurinn María Rut Dýrfjörð halda fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Ferilskrá hönnuðar. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um þá ákvörðun að gerast grafískur hönnuður og það nám sem hún á að baki. Einnig mun María Rut stikla á stóru um þau verkefni sem hún hefur unnið og fjalla sérstaklega um útskriftaverkefnið frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Að auki mun hún segja frá reynslu sinni úr atvinnulífinu og rekstri eigin vinnustofu.
Lesa meira
Jan Voss.

Jan Voss - Með bakið að framtíðinni

Spurningin „hvað er mynd?“ er undirliggjandi þáttur í viðfangsefnum Jan Voss. Þó að óhefðbundnar vinnuaðferðir hans hafi stöku sinnum kallað fram svipleiftur þess sem gætu hafa verið svör þá hefur leit hans – sem spannar ólíka miðla – ekki bent á neitt umfram það sem væri speglun af einhverju öðru.
Lesa meira
Gildagur í Listagilinu

Gildagur í Listagilinu

Gildagur verður í Listagilinu laugardaginn 14. mars, en þá verða opnaðar 6 nýjar sýningar en alls verður hægt að skoða 10 sýningar af öllum toga. Listagilinu verður lokað fyrir bílaumferð kl. 14-18 en opið fyrir gangandi vegfarendur sem og hjólandi.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudaginn

Leiðsögn á fimmtudaginn

Leiðsögn verður í Listasafninu, Ketilhúsi fimmtudaginn 12. mars kl. 12.15 - 12.45 um yfirlitssýningu Iðunnar Ágústsdóttur sem var opnuð um síðustu helgi. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Katrín Erna Gunnarsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Katrín Erna Gunnarsdóttir - Áður fyrr seinna meir

Þriðjudaginn 10. mars kl. 17 mun myndlistarkonan Katrín Erna Gunnarsdóttir halda fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Áður fyrr seinna meir / Before in the After. Í fyrirlestrinum fjallar Katrín um lokaverkefni sitt frá LHÍ 2012 sem hún tengir við persónulega þróun sína í listsköpum og ræðir hvernig „ein lítil hugmynd getur haft gríðarleg áhrif á mann í langan tíma og jafnvel gefið tóninn fyrir feril manns sem heild“.
Lesa meira