Flýtilyklar
Fréttasafn
Þriðjudagsfyrirlestur: Arnar Ómarsson - Skáldið og staðreyndin
31.01.2015
Þriðjudaginn 3. febrúar kl. 17 heldur myndlistarmaðurinn Arnar Ómarsson fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Skáldið og staðreyndin. Þar mun Arnar ræða fyrri verk og hugmyndir sem byggja grunninn að næstu sýningu hans, MSSS, sem opnar í vestursal Listasafnsins laugardaginn 28. febrúar næstkomandi. Viðfangsefni sýningarinnar er hlutverk skáldskapar í mótun staðreynda með áherslu á tækni og geimrannsóknir.
Lesa meira
Kristján Pétur opnar í vestursalnum
30.01.2015
Laugardaginn 31. janúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Kristjáns Péturs Sigurðssonar, Þriggja radda þögn og Rauða. Á sýningunni gefur að líta skúlptúrinn Rauða Þögn, en sú þögn hefur ferðast víða og alltaf þráð að komast inn í listasafn, og mynd af tónverki þar sem þögn er útsett fyrir píanó og selló. Vegna þess að nostra þarf við þagnir mun ásýnd verksins taka daglegum breytingum á sýningartímanum. Á lokamínútum sýningarinnar mun Kristján Pétur rjúfa þögnina með söng.
Lesa meira
Hádegisleiðsögn í Listasafninu
28.01.2015
Leiðsögn verður í Listasafninu á Akureyri fimmtudaginn 29. janúar kl. 12.15 - 12.45 um yfirlitssýningu Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, og Ásgrímur Ágústsson, sonur Elísabetar, taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Hundur í óskilum - Hundalógík
24.01.2015
Þriðjudaginn 27. janúar kl. 17 heldur hljómsveitin Hundur í óskilum, skipuð þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen, fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hundalógík. Þar munu þeir félagar velta fyrir sér Hundi í óskilum og hvort eitthvað sé á bak við hann.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn í vestursalnum
22.01.2015
Laugardaginn 24. janúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýningin Hola í vinnslu. Þar sýna nemendur úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri verk í sköpun undir leiðsögn Jónu Hlífar Halldórsdóttur, myndlistarmanns, stundakennara við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann á Akureyri og formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Lesa meira
Leiðsögn um sýninguna Svelgir
20.01.2015
Leiðsögn verður í Listasafninu, Ketilhúsi, fimmtudaginn 22. janúar, kl. 12.15 - 12.45 um sýningu Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Svelgir, sem opnaði um síðustu helgi. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur fellur niður
20.01.2015
Þriðjudagsfyrirlestur Hildar Friðriksdóttur, Hin fullkomna kvenímynd, sem átti að fara fram í dag kl. 17, fellur niður vegna veikinda. Ný dagsetning verður auglýst síðar. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Lesa meira
Smiðja í gerð snjóskúlptúra
14.01.2015
Í tengslum við sýninguna Listakonan í Fjörunni, sem nú stendur yfir í Listasafninu, verður haldin smiðja í gerð snjóskúlptúra í Listagilinu, laugardaginn 17. janúar kl. 13-16. Smiðjan er í boði Norðurorku og er opin börnum og fullorðnum. Listamaðurinn og formaður Sambands Íslenskra Myndlistamanna, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, mun þá taka á móti fólki á öllu aldri og kenna því að gera skúlptúra úr snjónum í Listagilinu. Allir velkomnir.
Lesa meira
Tvær opnanir á laugardaginn
14.01.2015
Laugardaginn 17. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri; annars vegar sýning Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Svelgir, í Ketilhúsinu og hins vegar opnar ástralski listamaðurinn Brenton Alexander Smith undir yfirskriftinni Með vélum / Together With Machines í vestursal Listasafnsins. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk sýndi í síðustu viku en aðrir sýnendur eru í tímaröð Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.
Lesa meira
Fyrsta leiðsögn ársins
13.01.2015
Leiðsögn verður í Listasafninu á Akureyri í dag, fimmtudaginn 15. janúar, kl. 12.15 - 12.45 um yfirlitssýningu Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, sem opnaði um síðustu helgi. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, og Ásgrímur Ágústsson, sonur Elísabetar, taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leit

